Handbolti

Tímabilið búið hjá Darra

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Darri (13) í leik gegn ÍBV.
Darri (13) í leik gegn ÍBV. vísir/vilhelm

Haukar urðu fyrir gríðarlegu áfalli í dag er ljóst varð að varnartröllið Darri Aronsson spilar ekki meira með liðinu í vetur.

Darri meiddist á hné í leik Hauka gegn KA um nýliðna helgi og var ljóst strax þá að meiðslin voru alvarleg.

Það fengu Haukar síðan staðfest í dag. Darri er með slitið krossband og tímabilið því búið hjá honum. Við tekur endurhæfing og hann kemur vonandi sterkur til leiks eftir þetta tímabil.

Hinn efnilegi Darri hefur tekið miklum framförum og átti að vera í lykilhlutverki í vörn Hauka við hlið Vignis Svavarssonar í vetur. Hann byrjaði tímabilið vel og þó svo hann hafi farið meiddur af velli á Akureyri var hann með flestar löglegar stöðvanir hjá Haukum í vetur.

Verður áhugavert að sjá hvernig Haukar bregðast við þessu áfalli og hvort þeir fái til sín nýjan mann til það fylla þetta skarð sem Darri skilur eftir sig.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.