Handbolti

Lítur ekki vel út með Darra en Tandri er á batavegi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Darri Aronsson fær staðfesta stöðuna á sér síðar í dag.
Darri Aronsson fær staðfesta stöðuna á sér síðar í dag. vísir/bára

Tveir sterkir leikmenn í Olís-deild karla meiddust í 2. umferðinni og staðan á þeim er misgóð.

Haukarnir hafa miklar áhyggjur af varnartröllinu Darra Aronssyni sem meiddist á hné í leiknum gegn KA. Það var engin snerting er hann féll þjáður í gólfið í KA-heimilinu.

Hann er að fara í segulómun í dag en staðan á honum er ekki góð enda getur hann ekki stigið í fótinn. Það lítur því út fyrir að hann verði frá í talsverðan tíma.

Stjörnumaðurinn Tandri Már Konráðsson snéri sig á ökkla snemma leiks gegn Aftureldingu og er nokkuð bólginn.

Í samtali við íþróttadeild sagðist Tandri búast við því að spila gegn Haukum um helgina en hversu mikið væri óljóst og yrði að ráðast á næstu dögum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.