Þegar hauststressið heltekur hugann Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 18. september 2019 07:30 Eftir sælusumarið mikla sem dældi yfir okkur sól og gleði í sumar getur verið erfitt að mæta aftur í haustrútínuna. Þar bíða sumra stútfull innhólf af tölvupósti sem allir öskra á svör, krefjandi skilafrestir, stressaðir stjórnendur, alls konar foreldrafundir, skutl á fótboltaæfingar svo ég tali nú ekki um stressið sem fylgir því að komast í jógatíma á réttum tíma. Klukkutímarnir þjóta áfram og eftir vinnudaginn upplifa margir að þeir hafi ekki gert nokkurn skapaðan hlut í vinnunni því þeir hringsnúast bara. Þeir ná ekki að einbeita sér og hugurinn þeytist eins og vindhani sem er við það að fjúka af festingunum. Margir eru samt fegnir að komast aftur inn í rútínuna, sérstaklega þeir sem eru með lítil börn. Ætli rútínan verði ekki komin í sæmilegt horf þegar jólastressið byrjar að hellast yfir mann með yfirlýsingum frá þeim sem eru löngu búnir að kaupa allar jólagjafirnar. Öll þessi streita er ekki góð fyrir heilsuna. Bandarískar rannsóknir sýna að þrír af hverjum fimm starfsmönnum upplifa mikla streitu. Streita getur leitt til kvíða, þunglyndis, meltingarvandamála, svefnvandamála og margra annarra alvarlegra heilsubresta. Neikvæð og erfið vinnustaðamenning þar sem allt er á yfirsnúningi og tölvupóstur er sendur allan sólarhringinn af því hugur stressaðs stjórnanda er í endalausu kappi við haustlægðirnar einkennir suma vinnustaði. Þó að langt sé komið fram yfir háttatíma þeirra sem ætla að vakna með skýran huga daginn eftir heldur stressaði stjórnandinn áfram að dæla út kröfum, skilaboðum og einhverju sem má alveg bíða fram á næsta dag. Ástæðan er oft einföld. Þeir sem eru of stressaðir til að ná að kyrra hugann upplifa falskt öryggi í því að dæla út póstum á alla í kringum sig til þess að létta á pressunni á eigin hugarstormi en átta sig ekki á því að þeir stressa alla aðra með þessu háttalagi. Þetta er því miður allt of algengt á íslenskum vinnumarkaði. Sá sem er í stöðugu stríði við steituna á erfiðara með að sýna samkennd, vera skapandi eða hugmyndaríkur. Streitan tekur svo mikla orku. Það er mikilvægt að hvíla hugann og leyfa laufunum sem erill dagsins þyrlar upp að falla til jarðar. Hugleiðsla er áhrifaríkt og hraðvirkt vopn í baráttunni við streituna. Þetta er margsannað en samt hugleiða ekki fleiri en raun ber vitni. Það getur verið erfitt að setjast niður og ætla að róa hugann og hugleiða í opnu vinnurými með allt ónæði nútímans í rassvasanum. Þá geta hugleiðsluöpp, sýndarveruleiki og aðrar leiðir komið til hjálpar og þjálfað fólk upp í því að róa hugann. Það er frábært að sjá stór og leiðandi fyrirtæki taka forystu í því að bjóða starfsmönnum sínum tækifæri til þess að hugleiða í vinnunni. Það að setjast niður í skamma stund, hugsa aðeins um andardráttinn, hverfa jafnvel inn í sýndarveruleika og læra að maður getur stjórnað storminum sem stundum ræðst á hugann eins og þúsund millibara haustlægð er ótrúlega verðmætt, bæði fyrir einstaklingana og fyrirtækin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Kristín Hrefna Halldórsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir sælusumarið mikla sem dældi yfir okkur sól og gleði í sumar getur verið erfitt að mæta aftur í haustrútínuna. Þar bíða sumra stútfull innhólf af tölvupósti sem allir öskra á svör, krefjandi skilafrestir, stressaðir stjórnendur, alls konar foreldrafundir, skutl á fótboltaæfingar svo ég tali nú ekki um stressið sem fylgir því að komast í jógatíma á réttum tíma. Klukkutímarnir þjóta áfram og eftir vinnudaginn upplifa margir að þeir hafi ekki gert nokkurn skapaðan hlut í vinnunni því þeir hringsnúast bara. Þeir ná ekki að einbeita sér og hugurinn þeytist eins og vindhani sem er við það að fjúka af festingunum. Margir eru samt fegnir að komast aftur inn í rútínuna, sérstaklega þeir sem eru með lítil börn. Ætli rútínan verði ekki komin í sæmilegt horf þegar jólastressið byrjar að hellast yfir mann með yfirlýsingum frá þeim sem eru löngu búnir að kaupa allar jólagjafirnar. Öll þessi streita er ekki góð fyrir heilsuna. Bandarískar rannsóknir sýna að þrír af hverjum fimm starfsmönnum upplifa mikla streitu. Streita getur leitt til kvíða, þunglyndis, meltingarvandamála, svefnvandamála og margra annarra alvarlegra heilsubresta. Neikvæð og erfið vinnustaðamenning þar sem allt er á yfirsnúningi og tölvupóstur er sendur allan sólarhringinn af því hugur stressaðs stjórnanda er í endalausu kappi við haustlægðirnar einkennir suma vinnustaði. Þó að langt sé komið fram yfir háttatíma þeirra sem ætla að vakna með skýran huga daginn eftir heldur stressaði stjórnandinn áfram að dæla út kröfum, skilaboðum og einhverju sem má alveg bíða fram á næsta dag. Ástæðan er oft einföld. Þeir sem eru of stressaðir til að ná að kyrra hugann upplifa falskt öryggi í því að dæla út póstum á alla í kringum sig til þess að létta á pressunni á eigin hugarstormi en átta sig ekki á því að þeir stressa alla aðra með þessu háttalagi. Þetta er því miður allt of algengt á íslenskum vinnumarkaði. Sá sem er í stöðugu stríði við steituna á erfiðara með að sýna samkennd, vera skapandi eða hugmyndaríkur. Streitan tekur svo mikla orku. Það er mikilvægt að hvíla hugann og leyfa laufunum sem erill dagsins þyrlar upp að falla til jarðar. Hugleiðsla er áhrifaríkt og hraðvirkt vopn í baráttunni við streituna. Þetta er margsannað en samt hugleiða ekki fleiri en raun ber vitni. Það getur verið erfitt að setjast niður og ætla að róa hugann og hugleiða í opnu vinnurými með allt ónæði nútímans í rassvasanum. Þá geta hugleiðsluöpp, sýndarveruleiki og aðrar leiðir komið til hjálpar og þjálfað fólk upp í því að róa hugann. Það er frábært að sjá stór og leiðandi fyrirtæki taka forystu í því að bjóða starfsmönnum sínum tækifæri til þess að hugleiða í vinnunni. Það að setjast niður í skamma stund, hugsa aðeins um andardráttinn, hverfa jafnvel inn í sýndarveruleika og læra að maður getur stjórnað storminum sem stundum ræðst á hugann eins og þúsund millibara haustlægð er ótrúlega verðmætt, bæði fyrir einstaklingana og fyrirtækin.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar