Handbolti

Seinni bylgjan: Sautján ára með þrettán löglegar stöðvanir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Katrín Tinna lék einkar vel í vörn Stjörnunnar gegn Haukum.
Katrín Tinna lék einkar vel í vörn Stjörnunnar gegn Haukum. mynd/stöð 2 sport

Fyrsta umferð Olís-deildar kvenna í handbolta fór fram um helgina.

Einn þeirra leikmanna sem vöktu athygli í 1. umferðinni hin 17 ára Katrín Tinna Jensdóttir sem fór mikinn í vörn Stjörnunnar í sigrinum á Haukum, 22-25.

Katrín Tinna var með hvorki fleiri né færri en 13 löglegar stöðvanir og fékk tíu í varnareinkunn hjá HBStatz. Hún kom til Stjörnunnar frá Fylki fyrir tímabilið.

„Ég sá þessa stelpu með U-17 ára landsliðinu og það verður gaman að fylgjast með henni í framhaldinu,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon um Katrínu Tinnu í Seinni bylgjunni í gær.

Auk Stjörnunnar unnu Íslandsmeistarar Vals, Fram og ÍBV sína leiki í 1. umferðinni um helgina.

Alla umfjöllun Seinni bylgjunnar um Olís-deild kvenna má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Olís-deild kvenna farin af stað
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.