Handbolti

Seinni bylgjan: Brjálaður Snorri Steinn tók hárblásarann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikhléið eftirminnilega.
Leikhléið eftirminnilega. vísir/skjáskot

Valur tapaði gegn FH í stórleik 2. umferðar í Olís-deildar karla á sunnudagskvöldið en byrjun Valsmanna var ekki upp á marga fiska.

Hlíðarendaliðið mætti hreinlega ekki til leiks og í stöðunni 7-1 var þjálfara liðsins, Snorra Stein Guðjónssyni, nóg boðið og tók hann þá leikhlé.

Leikhléið verður væntanlega ekki toppað í vetur en Snorri gjörsamlega blés á sína menn.

Sjón er sögu ríkari en innslagið má sjá hér að neðan.


Klippa: Seinni bylgjan: Leikhlé Snorra SteinsAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.