Handbolti

Stjarnan byrjar Olísdeildina á sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þórey Anna Ásgeirsdóttir í leik með Stjörnunni.
Þórey Anna Ásgeirsdóttir í leik með Stjörnunni. Vísir/Vilhelm
Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði Hauka í fyrsta leik Olísdeildar kvenna. Lokatölur leiksins 25-22 Garðbæingum í vil.

Leikurinn var í járnum framan af fyrri hálfleik en þegar skammt var til hálfleiks náðu Haukar fjögurra marka forystu, staðan þá 9-5 heimastúlkum í vil.

Stjarnan lagði þó ekki árar í bát og minnkaði muninn niður í aðeins eitt mark fyrir hálfleik, staðan þá 12-11 Haukum í vil. 

Haukar héldu forystunni aðeins í síðari hálfleik en eftir að Stjarnan jafnaði metin í 16-16 þá var ekki aftur snúið og fór það svo að Stjarnan landaði frábærum þriggja marka sigri, lokatölur 25-22 og stigin Stjörnunnar. 

Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með átta mörk. Karen Helga Díönudóttur var markahæst í liði heimakvenna með átta mörk einnig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.