Handbolti

Stjarnan byrjar Olísdeildina á sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þórey Anna Ásgeirsdóttir í leik með Stjörnunni.
Þórey Anna Ásgeirsdóttir í leik með Stjörnunni. Vísir/Vilhelm

Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði Hauka í fyrsta leik Olísdeildar kvenna. Lokatölur leiksins 25-22 Garðbæingum í vil.

Leikurinn var í járnum framan af fyrri hálfleik en þegar skammt var til hálfleiks náðu Haukar fjögurra marka forystu, staðan þá 9-5 heimastúlkum í vil.

Stjarnan lagði þó ekki árar í bát og minnkaði muninn niður í aðeins eitt mark fyrir hálfleik, staðan þá 12-11 Haukum í vil. 

Haukar héldu forystunni aðeins í síðari hálfleik en eftir að Stjarnan jafnaði metin í 16-16 þá var ekki aftur snúið og fór það svo að Stjarnan landaði frábærum þriggja marka sigri, lokatölur 25-22 og stigin Stjörnunnar. 

Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með átta mörk. Karen Helga Díönudóttur var markahæst í liði heimakvenna með átta mörk einnig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.