Handbolti

Seinni bylgjan: Greiningardeild Gulla fór yfir ÍR

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gulli greinir.
Gulli greinir. VÍSIR/SKJÁSKOT
ÍR vann frábæran sigur, 35-28, á Íslandsmeisturum Selfoss á mánudag er liðin mættust í síðasta leik 2. umferðarinnar í Olís-deild karla.

Sigurinn var nokkuð óvæntur en Breiðhyltingum var spáð neðarlega í töflunni og voru á heimavelli Íslandsmeistaranna.

Seinni bylgjan fór vel yfir sigur ÍR-inga í gær og Guðlaugur Arnarsson, einn sérfræðingur þáttarins, greindi leik ÍR niður í þaula.

„Það sem mér fannst standa upp úr hjá ÍR í þessum leik það er seinni bylgjan. Þeir sækja ofboðslega hratt og stimpla stanslaust og eru endalaust að sækja á,“ sagði Gulli.

„Þetta fannst mér lykilpunkturinn í þessum leik og þetta var að skila þeim átta eða níu mörkum, eitthvað af vítum og á sama tíma þreyta þeir Selfoss-liðið. Haukur fær litla pásu svo þetta er beitt vopn.“

„Mér finnst þeir orðnir aðeins agaðri og þegar þeir fá pláss maður á mann þá fara þeir alla leið. Þetta er virkilega vel gert og Sveinn er ofboðslega beittur.“

Innslagið í heild má sjá hér að neðan.



Klippa: Seinni bylgjan: Gulli greinir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×