Handbolti

Seinni bylgjan: Margra tungumála leikhlé Einars í Færeyjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Einar Jónsson er góður þjálfari og skemmtikraftur.
Einar Jónsson er góður þjálfari og skemmtikraftur. VÍSIR/SKJÁSKOT

Einar Jónsson er mættur til Færeyja þar sem hann þjálfar færeysku meistaranna í H71 en tímabilið þar er nýbyrjað.

Einar vann fyrsta leikinn í deildinni og einnig leikinn um meistarabikarinn í Færeyjum. Hann hefur því farið vel af stað í nýju landi.

Þjálfarinn skemmtilegi kom oft á tíðum fyrir í Seinni bylgjunni í fyrra með skemmtilegum viðtölum og hann er geymdur en ekki gleymdur í þættinum.

Í þætti gærkvöldsins var nefnilega sýnt leikhlé hjá Einari í Færeyjum þar sem hann ræðir við sína menn á norsku. Þó af og til vantar Einari orðið og talar íslensku.

Spekingarnir í Seinni bylgjunni, Halldór Jóhann Sigfússon og Guðlaugur Arnarsson, höfðu einstaklega gaman að en myndbandið má sjá hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: EinarshorniðAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.