Handbolti

Seinni bylgjan: Pöntuðu þjálfarar Vals brottvísun á Einar Rafn?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gunnar Óli Gústafsson ræðir við þjálfarateymi Vals.
Gunnar Óli Gústafsson ræðir við þjálfarateymi Vals. VÍSIR/SKJÁSKOT
Það var þó nokkur harka í stórleik FH og Vals á sunnudagskvöldið í Olís-deild karla en eitt rautt spjald fór meðal annars á loft.

Þorgils Jón Svölu Baldursson fékk að líta rauða spjaldið fyrir groddaralegt brot á Einari Rafn Eiðssyni en Einar brást illa við brotinu.

Dómararnir virtust ekki ætla að reka Einar útaf fyrir að bregðast svo við en eftir smá spjall við varamannabekk Vals fékk Einar allt í einu tvær mínútur.

„En viðbrögðin hjá Einari?“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson í samtali við Gunnar Óla Gústafsson, annan dómara leiksins, er þeir ræddu um rauða spjaldið.

Atvikið skondna má sjá hér að neðan sem og umræðu Seinni bylgjunnar um atvikið.



Klippa: Seinni bylgjan: Brottvísun á Einar Rafn

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×