Handbolti

Ólafur næstmarkahæstur í tapi í Búkarest

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur skoraði fjögur mörk.
Ólafur skoraði fjögur mörk. vísir/getty

Kristianstad tapaði fyrir Dinamo Búkarest, 28-25, á útivelli í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag.

Kristianstad hefur tapað báðum leikjum sínum í Meistaradeildinni á tímabilinu.

Ólafur Guðmundsson skoraði fjögur mörk fyrir Kristianstad. Hann var næstmarkahæsti leikmaður liðsins í leiknum á eftir Anton Halén sem skoraði fimm mörk.

Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark fyrir Kristianstad sem var þremur mörkum undir í hálfleik, 13-10.

Næsti leikur Kristianstad í Meistaradeildinni er gegn Wisla Plock sunnudaginn 29. september.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.