Tvö hundruð bandarískir háskólar bjóða nú rafíþróttamönnum upp á skólastyrk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2019 09:30 Spánverjinn Coque Lopez keppir í rafíþróttum. Getty/Jack Thomas Fjölmargir íslenskir íþróttamenn hafa komist til Bandaríkjanna á skólastyrk í gegnum tíðina vegna færni sinnar í íþróttum eins og fótbolta eða körfubolta. Nú geta öflugir íslenskir tölvuleikjaspilarar átt möguleika á því að fara sömu leið. Rafíþróttir er samheiti yfir skipulagða keppni í tölvuleikjum en það að spila tölvuleiki hefur lengi ekki eiga neitt skylt við íþróttir. Það er hins vegar mikið breytt í dag, bæði hér á landi og erlendis. Íslenskar rafíþróttir eru nú komnar undir einn hatt síðan að Rafíþróttasamtök Íslands voru stofnuð. Rafíþróttasamtök Íslands bauð upp á keppni í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum fyrr á þessu ári í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur sem var stærsti rafíþróttaviðburður Íslands frá upphafi. En aftur af Bandaríkjunum og ástæðunni fyrir pælingum um mögulega skólastyrki fyrir íslenska tölvuleikjaspilara. Skólastyrkjum fyrir rafíþróttafólk hefur nefnilega fjölgað gríðarlega í bandarískum háskólum eins og sjá má hér fyrir neðan.200 schools now offer esports scholarships, giving gaming students a total of $15 million. https://t.co/hxxpXemBtO — Darren Rovell (@darrenrovell) September 18, 2019Þar kemur fram að tvö hundruð bandarískir háskólar bjóða nú rafíþróttamönnum skólastyrk og setja samtals alls fimmtán milljónir Bandaríkjadala í þá styrki eða 1,8 milljarði íslenskra króna. Vöxturinn hefur verið gríðarlegur á undanförnum árum en fyrir aðeins tveimur árum voru skólarnir 60 og upphæðin fjórar milljónir dollara. Árið 2014, fyrir aðeins fimm árum, var aðeins einn skóli sem bauð upp á skólastyrk fyrir rafíþróttafólk. Robert Morris University steig fyrsta skrefið árið 2014 en árið eftir voru skólarnir orðnir þrír og tveimur árum seinna voru þeir fimmtán. Í ár hefur skólunum síðan fjölgað um 140 eða úr 60 upp í 200. Rafíþróttir eru í miklum vexti í heiminum og vel heppnað heimsmeistaramót í Fortnite tölvuleiknum fyrr á þessu ári er gott dæmi um það. Hinn sextán ára gamli Kyle Giersdorf vann heimsmeistaratitilinn í Fortnite í lok júlí og vann sér inn 3 milljónir Bandaríkjadala eða 372 milljónir íslenskra króna. Það gæti því orðið erfitt fyrir foreldra að halda því fram árið 2019 að börnin þeirra hafi ekkert upp úr tölvuleikjaspili í framtíðinni. Krakkarnir geta nú bæði unnið til stórra peningaverðlauna á rafíþróttamótum og einnig tryggt sér verðmæta skólastyrki.Kyle Giersdorf vann heimsmeistaratitilinn í Fortnite í lok júlí.Getty/Mike Stobe Rafíþróttir Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Fjölmargir íslenskir íþróttamenn hafa komist til Bandaríkjanna á skólastyrk í gegnum tíðina vegna færni sinnar í íþróttum eins og fótbolta eða körfubolta. Nú geta öflugir íslenskir tölvuleikjaspilarar átt möguleika á því að fara sömu leið. Rafíþróttir er samheiti yfir skipulagða keppni í tölvuleikjum en það að spila tölvuleiki hefur lengi ekki eiga neitt skylt við íþróttir. Það er hins vegar mikið breytt í dag, bæði hér á landi og erlendis. Íslenskar rafíþróttir eru nú komnar undir einn hatt síðan að Rafíþróttasamtök Íslands voru stofnuð. Rafíþróttasamtök Íslands bauð upp á keppni í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum fyrr á þessu ári í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur sem var stærsti rafíþróttaviðburður Íslands frá upphafi. En aftur af Bandaríkjunum og ástæðunni fyrir pælingum um mögulega skólastyrki fyrir íslenska tölvuleikjaspilara. Skólastyrkjum fyrir rafíþróttafólk hefur nefnilega fjölgað gríðarlega í bandarískum háskólum eins og sjá má hér fyrir neðan.200 schools now offer esports scholarships, giving gaming students a total of $15 million. https://t.co/hxxpXemBtO — Darren Rovell (@darrenrovell) September 18, 2019Þar kemur fram að tvö hundruð bandarískir háskólar bjóða nú rafíþróttamönnum skólastyrk og setja samtals alls fimmtán milljónir Bandaríkjadala í þá styrki eða 1,8 milljarði íslenskra króna. Vöxturinn hefur verið gríðarlegur á undanförnum árum en fyrir aðeins tveimur árum voru skólarnir 60 og upphæðin fjórar milljónir dollara. Árið 2014, fyrir aðeins fimm árum, var aðeins einn skóli sem bauð upp á skólastyrk fyrir rafíþróttafólk. Robert Morris University steig fyrsta skrefið árið 2014 en árið eftir voru skólarnir orðnir þrír og tveimur árum seinna voru þeir fimmtán. Í ár hefur skólunum síðan fjölgað um 140 eða úr 60 upp í 200. Rafíþróttir eru í miklum vexti í heiminum og vel heppnað heimsmeistaramót í Fortnite tölvuleiknum fyrr á þessu ári er gott dæmi um það. Hinn sextán ára gamli Kyle Giersdorf vann heimsmeistaratitilinn í Fortnite í lok júlí og vann sér inn 3 milljónir Bandaríkjadala eða 372 milljónir íslenskra króna. Það gæti því orðið erfitt fyrir foreldra að halda því fram árið 2019 að börnin þeirra hafi ekkert upp úr tölvuleikjaspili í framtíðinni. Krakkarnir geta nú bæði unnið til stórra peningaverðlauna á rafíþróttamótum og einnig tryggt sér verðmæta skólastyrki.Kyle Giersdorf vann heimsmeistaratitilinn í Fortnite í lok júlí.Getty/Mike Stobe
Rafíþróttir Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira