Körfubolti

Bandaríkjamenn byrjuðu titilvörnina á sigri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Donovan Mitchell fór fyrir liði Bandaríkjanna í dag
Donovan Mitchell fór fyrir liði Bandaríkjanna í dag vísir/getty

Heimsmeistarar Bandaríkjanna byrjuðu titilvörn sína á HM í körfubolta með sigri á Tékkum í dag.

Bandaríkjamenn eru ríkjandi heimsmeistarar í körfubolta en andstæðingar þeirra í dag voru að spila á sínu fyrsta heimsmeistaramóti.

Heimsmeistararnir byrjuðu leikinn betur og leiddu með þremur stigum eftir fyrsta leikhluta. Í hálfleik var staðan 43-29 fyrir Bandaríkjamönnum.

Þeir unnu svo báða leikhlutana í seinni hálfleik og fóru með nokkuð þægilegan 88-67 sigur.

Utah Jazz maðurinn Donovan Mitchell var stigahæstur í bandaríska liðinu með 16 stig. Harrison Barnes setti 14 og Kemba Walker 13.

Frakkar höfðu betur gegn Þjóðverjum eftir hörkuspennandi endasprett.

Þjóðverjar byrjuðu leikinn hrikalega og skoruðu aðeins fjögur stig í fyrsta leikhlutanum. Þeir náðu aðeins að lifna við í öðrum leikhluta en söxuðu þó ekki á forskot Frakka og var staðan 36-20 í hálfleik.

Í þriðja leikhluta náðu Þjóðvarjar að vinna sig inn í leikinn og munaði aðeins níu stigum á liðunum fyrir síðustu tíu mínúturnar.

Það gekk illa fyrir þá þýsku að komast nær Frökkunum og munaði enn tíu stigum á liðunum þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Á síðustu mínútunum náðu Þjóðverjar að gera leikinn spennandi og staðan var 76-74 þegar sjö sekúndur voru eftir. Þá tóku Frakkar leikhlé, náðu í tvö vítaskot og tryggðu sér 78-74 sigur.

Í F-riðli unnu Grikkir öruggan sigur á Svartfellingum. Staðan í hálfleik var 42-16 og Svartfjallaland búið að grafa sér of djúpa holu til þess að ná að svara í seinni hálfleik.

Stærsta stjarna Grikkja, Giannis Antetokounmpo, skoraði 10 stig og tók átta fráköst á þeim 16 mínútum sem hann spilaði í leiknum.

Litháen vann stórsigur á Senegal í H-riðli 101-47.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.