Körfubolti

Bandaríkjamenn byrjuðu titilvörnina á sigri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Donovan Mitchell fór fyrir liði Bandaríkjanna í dag
Donovan Mitchell fór fyrir liði Bandaríkjanna í dag vísir/getty
Heimsmeistarar Bandaríkjanna byrjuðu titilvörn sína á HM í körfubolta með sigri á Tékkum í dag.Bandaríkjamenn eru ríkjandi heimsmeistarar í körfubolta en andstæðingar þeirra í dag voru að spila á sínu fyrsta heimsmeistaramóti.Heimsmeistararnir byrjuðu leikinn betur og leiddu með þremur stigum eftir fyrsta leikhluta. Í hálfleik var staðan 43-29 fyrir Bandaríkjamönnum.Þeir unnu svo báða leikhlutana í seinni hálfleik og fóru með nokkuð þægilegan 88-67 sigur.Utah Jazz maðurinn Donovan Mitchell var stigahæstur í bandaríska liðinu með 16 stig. Harrison Barnes setti 14 og Kemba Walker 13.Frakkar höfðu betur gegn Þjóðverjum eftir hörkuspennandi endasprett.Þjóðverjar byrjuðu leikinn hrikalega og skoruðu aðeins fjögur stig í fyrsta leikhlutanum. Þeir náðu aðeins að lifna við í öðrum leikhluta en söxuðu þó ekki á forskot Frakka og var staðan 36-20 í hálfleik.Í þriðja leikhluta náðu Þjóðvarjar að vinna sig inn í leikinn og munaði aðeins níu stigum á liðunum fyrir síðustu tíu mínúturnar.Það gekk illa fyrir þá þýsku að komast nær Frökkunum og munaði enn tíu stigum á liðunum þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Á síðustu mínútunum náðu Þjóðverjar að gera leikinn spennandi og staðan var 76-74 þegar sjö sekúndur voru eftir. Þá tóku Frakkar leikhlé, náðu í tvö vítaskot og tryggðu sér 78-74 sigur.Í F-riðli unnu Grikkir öruggan sigur á Svartfellingum. Staðan í hálfleik var 42-16 og Svartfjallaland búið að grafa sér of djúpa holu til þess að ná að svara í seinni hálfleik.Stærsta stjarna Grikkja, Giannis Antetokounmpo, skoraði 10 stig og tók átta fráköst á þeim 16 mínútum sem hann spilaði í leiknum.Litháen vann stórsigur á Senegal í H-riðli 101-47.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.