Erlendir söluaðilar horfa bjartsýnir til vetrar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. september 2019 14:12 Erlendir aðilar sem selja ferðir til Íslands segja bókunarstöðu ársins betri en á sama tíma fyrir ári auk þess sem þeir eru bjartsýnni á stöðuna fyrir komandi vetri. Vísir/Vilhelm Viðhorfskönnun sem Íslandsstofa lagði fyrir erlenda söluaðila í sumar sýnir að þeir séu bjartsýnir á veturinn, meðmælatryggð erlendra söluaðila gagnvart Íslandi hefur aukist frá síðustu könnun og gjaldþrot flugfélagsins WOW Air hefur takmörkuð áhrif á fyrirtækin. Erlendir aðilar sem selja ferðir til Íslands segja bókunarstöðu ársins betri en á sama tíma fyrir ári auk þess sem þeir eru bjartsýnni á stöðuna fyrir komandi vetri. Í könnuninni kemur fram að 74% þeirra vænta svipaðrar eða betri bókunarstöðu en það eru 17% fleiri en þegar sambærileg könnun var framkvæmd fyrir tveimur árum síðan. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður áfangastaðarins hjá Íslandsstofu segir að þetta sé gott veganesti inn í vetrartímabilið. Við teljum að þetta sé jákvætt innlegg en þetta er auðvitað bara ein kaka af stóru myndinni í ferðaþjónustunni.Skorum hátt vegna vinsælda og öryggis Meðmælatryggð erlendra söluaðila mælist góð gagnvart Íslandi sem áfangastað eða 54 stig. „Það sem er áhugavert er það að meðmælatryggðin okkar er ávallt mjög há og telst 54 stig eins og kallað er, en 50 stig eða hærra telst vera mjög gott og það skiptir líka miklu máli þegar við horfum á þá samkeppni sem við erum í og þá stöðu sem Ísland hefur skapað sér sem áfangastað,“ segir Inga Hlín. Fólki fannst þó verðlagið á Íslandi of hátt. Mesta neikvæðnin beindist að verðlaginu. Hlutfallslega voru þó færri sem nefndu verðlag sem neikvæðan þátt en í fyrri könnunum. Í þessari könnun var hlutfallið 77% á móti 89 prósentum fyrir tveimur árum. „Já, verðlagið kemur fram sem neikvæður þáttur gagnvart Íslandi og þróun ferðaþjónustunnar en síðan er öryggi og vinsældir áfangastaðarins þeir þættir sem fólk lítur afar jákvæðum augum,“ segir Inga Hlín. Kom á óvart að gjaldþrot WOW hefði takmörkuð áhrif á fyrirtækin Samkvæmt svörum erlendra söluaðila í könnuninni má sjá að gjaldþrot flugfélagsins WOW Air hafði takmörkuð áhrif á fyrirtæki þeirra. Þannig sögðu 47% að gjaldþrotið hefði alls engin áhrif og 29% sögðu að áhrifin væru lítil á fyrirtækin. Þess ber þó að geta að svörin voru mismunandi á milli markaðssvæða. Mest voru áhrifin í Bretlandi og Suður Evrópu og minnst á Norðurlöndunum og Norður Ameríku. Ferðamennska á Íslandi WOW Air Tengdar fréttir Íbúar miðborgarinnar jákvæðir í garð ferðamanna Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. 28. ágúst 2019 12:46 Segir Mýrdælinga nokkuð sátta með sumarið í ferðaþjónustu Ferðamannasumarið í ár verður á pari við það síðasta, segja Mýrdælingar í ferðaþjónustu, og segjast sáttir í sumarlok. Svartsýnisspár um hrun rættust ekki. 27. ágúst 2019 20:57 Þjónustuafgangur jókst þrátt fyrir fækkun ferðamanna Þróunina má rekja til þess að Íslendingar ferðast minna. 26. ágúst 2019 15:06 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Viðhorfskönnun sem Íslandsstofa lagði fyrir erlenda söluaðila í sumar sýnir að þeir séu bjartsýnir á veturinn, meðmælatryggð erlendra söluaðila gagnvart Íslandi hefur aukist frá síðustu könnun og gjaldþrot flugfélagsins WOW Air hefur takmörkuð áhrif á fyrirtækin. Erlendir aðilar sem selja ferðir til Íslands segja bókunarstöðu ársins betri en á sama tíma fyrir ári auk þess sem þeir eru bjartsýnni á stöðuna fyrir komandi vetri. Í könnuninni kemur fram að 74% þeirra vænta svipaðrar eða betri bókunarstöðu en það eru 17% fleiri en þegar sambærileg könnun var framkvæmd fyrir tveimur árum síðan. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður áfangastaðarins hjá Íslandsstofu segir að þetta sé gott veganesti inn í vetrartímabilið. Við teljum að þetta sé jákvætt innlegg en þetta er auðvitað bara ein kaka af stóru myndinni í ferðaþjónustunni.Skorum hátt vegna vinsælda og öryggis Meðmælatryggð erlendra söluaðila mælist góð gagnvart Íslandi sem áfangastað eða 54 stig. „Það sem er áhugavert er það að meðmælatryggðin okkar er ávallt mjög há og telst 54 stig eins og kallað er, en 50 stig eða hærra telst vera mjög gott og það skiptir líka miklu máli þegar við horfum á þá samkeppni sem við erum í og þá stöðu sem Ísland hefur skapað sér sem áfangastað,“ segir Inga Hlín. Fólki fannst þó verðlagið á Íslandi of hátt. Mesta neikvæðnin beindist að verðlaginu. Hlutfallslega voru þó færri sem nefndu verðlag sem neikvæðan þátt en í fyrri könnunum. Í þessari könnun var hlutfallið 77% á móti 89 prósentum fyrir tveimur árum. „Já, verðlagið kemur fram sem neikvæður þáttur gagnvart Íslandi og þróun ferðaþjónustunnar en síðan er öryggi og vinsældir áfangastaðarins þeir þættir sem fólk lítur afar jákvæðum augum,“ segir Inga Hlín. Kom á óvart að gjaldþrot WOW hefði takmörkuð áhrif á fyrirtækin Samkvæmt svörum erlendra söluaðila í könnuninni má sjá að gjaldþrot flugfélagsins WOW Air hafði takmörkuð áhrif á fyrirtæki þeirra. Þannig sögðu 47% að gjaldþrotið hefði alls engin áhrif og 29% sögðu að áhrifin væru lítil á fyrirtækin. Þess ber þó að geta að svörin voru mismunandi á milli markaðssvæða. Mest voru áhrifin í Bretlandi og Suður Evrópu og minnst á Norðurlöndunum og Norður Ameríku.
Ferðamennska á Íslandi WOW Air Tengdar fréttir Íbúar miðborgarinnar jákvæðir í garð ferðamanna Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. 28. ágúst 2019 12:46 Segir Mýrdælinga nokkuð sátta með sumarið í ferðaþjónustu Ferðamannasumarið í ár verður á pari við það síðasta, segja Mýrdælingar í ferðaþjónustu, og segjast sáttir í sumarlok. Svartsýnisspár um hrun rættust ekki. 27. ágúst 2019 20:57 Þjónustuafgangur jókst þrátt fyrir fækkun ferðamanna Þróunina má rekja til þess að Íslendingar ferðast minna. 26. ágúst 2019 15:06 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Íbúar miðborgarinnar jákvæðir í garð ferðamanna Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. 28. ágúst 2019 12:46
Segir Mýrdælinga nokkuð sátta með sumarið í ferðaþjónustu Ferðamannasumarið í ár verður á pari við það síðasta, segja Mýrdælingar í ferðaþjónustu, og segjast sáttir í sumarlok. Svartsýnisspár um hrun rættust ekki. 27. ágúst 2019 20:57
Þjónustuafgangur jókst þrátt fyrir fækkun ferðamanna Þróunina má rekja til þess að Íslendingar ferðast minna. 26. ágúst 2019 15:06