Bandaríkjamenn mörðu Tyrki í framlengingu og Brassar unnu Grikki á HM í körfu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2019 15:02 Ersan Ilyasova reynir að verja skot Bandaríkjamannsins Kemba Walker. Getty/Yifan Ding Tyrkir köstuðu frá sér sigrinum á móti Bandaríkjunum í öðrum leik liðanna í riðlakeppni HM í körfubolta í Kína. Tyrkir voru í dauðafæri að tryggja sér sigur í framlengingu en klúðruðu hverju vítinu á fætur öðru og Bandaríkjamenn náðu að merja eins stigs sigur, 93-92. Khris Middleton skoraði sigurstigið á vítalínunni 2,1 sekúndu fyrir leikslok eftir að Tyrkir höfðu rétt áður klikkað á fjórum vítaskotum í röð. Bandaríkjamenn hafa þar með unnið báða leiki sína. Bandaríkjamenn eru komnir áfram í milliriðli ásamt ellefu öðrum þjóðum. Khris Middleton (Milwaukee Bucks) var atkvæðamestur hjá Bandaríkjunum með 15 stig og Kemba Walker (Boston Celtics) bætti við 14 stigum, 7 stoðsendingum og 6 fráköstum. Joe Harris, Jayson Tatum og Myles Turner voru síðan allir með ellefu stig hver. Jayson Tatum tryggði bandaríska liðinu framlengingu á vítalínunni en meiddist svo á ökkla í framlengingunni. Ersan Ilyasova (Milwaukee Bucks) var frábær hjá Tyrkjum með 23 stig og 14 fráköst en Melih Mahmutoglu skoraði 18 stig, Furkan Korkmaz (Philadelphia 76ers) var með 16 stig og Cedi Osman (Cleveland Cavaliers) skoraði 15 stig. Liðin sem eru komnir áfram eru Pólland, Argentína, Rússland, Spánn, Serbía og Ítalía sem komust öll áfram í gær og svo Ástralía, Litháen, Brasilía, Frakkland, Dóminíska Lýðveldið og Bandaríkin sem komust áfram í dag.Brasilíumenn sýndu styrk sinn með því að vinna Giannis Antetokounmpo og félaga í gríska landsliðinu 79-78. Gamli NBA-leikmaðurinn Anderson Varejao skoraði sigurkörfuna eftir stoðsendingu frá öðrum þekktum kappa að nafni Leandro Barbosa. Anderson Varejao átti algjöran stórleik og endaði með 22 stig og 5 fráköst en Leandro Barbosa var með 13 stig. Giannis Antetokounmpo fór útaf með fimm villur en hann var með 13 stig og 4 fráköst. Georgios Printezis skoraði mest fyrir Grikki eða 20 stig.Frakkar voru í miklu stuði í 103-64 sigri á móti Jórdaníu en þessi úrslit þýða að bæði Frakkland og Dóminíska Lýðveldið eru komin áfram. Nando De Col var með 19 stig og 8 stoðsendingar en besti maður Frakka var Rudy Gobert sem skoraði 16 stig, tók 13 fráköst og hélt besta manni Jórdaníu niðri.Litháar voru líka öflugir í 23 stiga sigri á Kanada, 92-69. Edgaras Ulanovas skoraði mest fyrir Litháen eða 15 stig en Jonas Valanciunas var með 13 stig.Úrslitin á HM í körfubolta í dag:E-riðill Japan - Tékkland 76-89 Bandaríkin - Tyrkland 93-92Stig: Bandaríkin 4, Tyrkland 2, Tékkland 2, JapanF-riðill Svartfjallaland - Nýja Sjáland 83-93 Brasilía - Grikkland 79-78Stig: Brasilía 4, Grikkland 2, Nýja Sjáland 2, Svartfjallaland 0G-riðill Þýskaland - Dóminíska Lýðveldið 68-70 Jórdanía - Frakkland 64-103Stig: Frakkland 4, Dóminíska Lýðveldið 4, Þýskaland 0, Jórdanía 0H-riðill Ástralía - Senegal 81-68 Litháen - Kanada 92-69Stig: Litháen 4, Ástralía 4, Kanada 0, Senegal 0. Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Sjá meira
Tyrkir köstuðu frá sér sigrinum á móti Bandaríkjunum í öðrum leik liðanna í riðlakeppni HM í körfubolta í Kína. Tyrkir voru í dauðafæri að tryggja sér sigur í framlengingu en klúðruðu hverju vítinu á fætur öðru og Bandaríkjamenn náðu að merja eins stigs sigur, 93-92. Khris Middleton skoraði sigurstigið á vítalínunni 2,1 sekúndu fyrir leikslok eftir að Tyrkir höfðu rétt áður klikkað á fjórum vítaskotum í röð. Bandaríkjamenn hafa þar með unnið báða leiki sína. Bandaríkjamenn eru komnir áfram í milliriðli ásamt ellefu öðrum þjóðum. Khris Middleton (Milwaukee Bucks) var atkvæðamestur hjá Bandaríkjunum með 15 stig og Kemba Walker (Boston Celtics) bætti við 14 stigum, 7 stoðsendingum og 6 fráköstum. Joe Harris, Jayson Tatum og Myles Turner voru síðan allir með ellefu stig hver. Jayson Tatum tryggði bandaríska liðinu framlengingu á vítalínunni en meiddist svo á ökkla í framlengingunni. Ersan Ilyasova (Milwaukee Bucks) var frábær hjá Tyrkjum með 23 stig og 14 fráköst en Melih Mahmutoglu skoraði 18 stig, Furkan Korkmaz (Philadelphia 76ers) var með 16 stig og Cedi Osman (Cleveland Cavaliers) skoraði 15 stig. Liðin sem eru komnir áfram eru Pólland, Argentína, Rússland, Spánn, Serbía og Ítalía sem komust öll áfram í gær og svo Ástralía, Litháen, Brasilía, Frakkland, Dóminíska Lýðveldið og Bandaríkin sem komust áfram í dag.Brasilíumenn sýndu styrk sinn með því að vinna Giannis Antetokounmpo og félaga í gríska landsliðinu 79-78. Gamli NBA-leikmaðurinn Anderson Varejao skoraði sigurkörfuna eftir stoðsendingu frá öðrum þekktum kappa að nafni Leandro Barbosa. Anderson Varejao átti algjöran stórleik og endaði með 22 stig og 5 fráköst en Leandro Barbosa var með 13 stig. Giannis Antetokounmpo fór útaf með fimm villur en hann var með 13 stig og 4 fráköst. Georgios Printezis skoraði mest fyrir Grikki eða 20 stig.Frakkar voru í miklu stuði í 103-64 sigri á móti Jórdaníu en þessi úrslit þýða að bæði Frakkland og Dóminíska Lýðveldið eru komin áfram. Nando De Col var með 19 stig og 8 stoðsendingar en besti maður Frakka var Rudy Gobert sem skoraði 16 stig, tók 13 fráköst og hélt besta manni Jórdaníu niðri.Litháar voru líka öflugir í 23 stiga sigri á Kanada, 92-69. Edgaras Ulanovas skoraði mest fyrir Litháen eða 15 stig en Jonas Valanciunas var með 13 stig.Úrslitin á HM í körfubolta í dag:E-riðill Japan - Tékkland 76-89 Bandaríkin - Tyrkland 93-92Stig: Bandaríkin 4, Tyrkland 2, Tékkland 2, JapanF-riðill Svartfjallaland - Nýja Sjáland 83-93 Brasilía - Grikkland 79-78Stig: Brasilía 4, Grikkland 2, Nýja Sjáland 2, Svartfjallaland 0G-riðill Þýskaland - Dóminíska Lýðveldið 68-70 Jórdanía - Frakkland 64-103Stig: Frakkland 4, Dóminíska Lýðveldið 4, Þýskaland 0, Jórdanía 0H-riðill Ástralía - Senegal 81-68 Litháen - Kanada 92-69Stig: Litháen 4, Ástralía 4, Kanada 0, Senegal 0.
Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Sjá meira