Bandaríkjamenn mörðu Tyrki í framlengingu og Brassar unnu Grikki á HM í körfu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2019 15:02 Ersan Ilyasova reynir að verja skot Bandaríkjamannsins Kemba Walker. Getty/Yifan Ding Tyrkir köstuðu frá sér sigrinum á móti Bandaríkjunum í öðrum leik liðanna í riðlakeppni HM í körfubolta í Kína. Tyrkir voru í dauðafæri að tryggja sér sigur í framlengingu en klúðruðu hverju vítinu á fætur öðru og Bandaríkjamenn náðu að merja eins stigs sigur, 93-92. Khris Middleton skoraði sigurstigið á vítalínunni 2,1 sekúndu fyrir leikslok eftir að Tyrkir höfðu rétt áður klikkað á fjórum vítaskotum í röð. Bandaríkjamenn hafa þar með unnið báða leiki sína. Bandaríkjamenn eru komnir áfram í milliriðli ásamt ellefu öðrum þjóðum. Khris Middleton (Milwaukee Bucks) var atkvæðamestur hjá Bandaríkjunum með 15 stig og Kemba Walker (Boston Celtics) bætti við 14 stigum, 7 stoðsendingum og 6 fráköstum. Joe Harris, Jayson Tatum og Myles Turner voru síðan allir með ellefu stig hver. Jayson Tatum tryggði bandaríska liðinu framlengingu á vítalínunni en meiddist svo á ökkla í framlengingunni. Ersan Ilyasova (Milwaukee Bucks) var frábær hjá Tyrkjum með 23 stig og 14 fráköst en Melih Mahmutoglu skoraði 18 stig, Furkan Korkmaz (Philadelphia 76ers) var með 16 stig og Cedi Osman (Cleveland Cavaliers) skoraði 15 stig. Liðin sem eru komnir áfram eru Pólland, Argentína, Rússland, Spánn, Serbía og Ítalía sem komust öll áfram í gær og svo Ástralía, Litháen, Brasilía, Frakkland, Dóminíska Lýðveldið og Bandaríkin sem komust áfram í dag.Brasilíumenn sýndu styrk sinn með því að vinna Giannis Antetokounmpo og félaga í gríska landsliðinu 79-78. Gamli NBA-leikmaðurinn Anderson Varejao skoraði sigurkörfuna eftir stoðsendingu frá öðrum þekktum kappa að nafni Leandro Barbosa. Anderson Varejao átti algjöran stórleik og endaði með 22 stig og 5 fráköst en Leandro Barbosa var með 13 stig. Giannis Antetokounmpo fór útaf með fimm villur en hann var með 13 stig og 4 fráköst. Georgios Printezis skoraði mest fyrir Grikki eða 20 stig.Frakkar voru í miklu stuði í 103-64 sigri á móti Jórdaníu en þessi úrslit þýða að bæði Frakkland og Dóminíska Lýðveldið eru komin áfram. Nando De Col var með 19 stig og 8 stoðsendingar en besti maður Frakka var Rudy Gobert sem skoraði 16 stig, tók 13 fráköst og hélt besta manni Jórdaníu niðri.Litháar voru líka öflugir í 23 stiga sigri á Kanada, 92-69. Edgaras Ulanovas skoraði mest fyrir Litháen eða 15 stig en Jonas Valanciunas var með 13 stig.Úrslitin á HM í körfubolta í dag:E-riðill Japan - Tékkland 76-89 Bandaríkin - Tyrkland 93-92Stig: Bandaríkin 4, Tyrkland 2, Tékkland 2, JapanF-riðill Svartfjallaland - Nýja Sjáland 83-93 Brasilía - Grikkland 79-78Stig: Brasilía 4, Grikkland 2, Nýja Sjáland 2, Svartfjallaland 0G-riðill Þýskaland - Dóminíska Lýðveldið 68-70 Jórdanía - Frakkland 64-103Stig: Frakkland 4, Dóminíska Lýðveldið 4, Þýskaland 0, Jórdanía 0H-riðill Ástralía - Senegal 81-68 Litháen - Kanada 92-69Stig: Litháen 4, Ástralía 4, Kanada 0, Senegal 0. Körfubolti Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Tyrkir köstuðu frá sér sigrinum á móti Bandaríkjunum í öðrum leik liðanna í riðlakeppni HM í körfubolta í Kína. Tyrkir voru í dauðafæri að tryggja sér sigur í framlengingu en klúðruðu hverju vítinu á fætur öðru og Bandaríkjamenn náðu að merja eins stigs sigur, 93-92. Khris Middleton skoraði sigurstigið á vítalínunni 2,1 sekúndu fyrir leikslok eftir að Tyrkir höfðu rétt áður klikkað á fjórum vítaskotum í röð. Bandaríkjamenn hafa þar með unnið báða leiki sína. Bandaríkjamenn eru komnir áfram í milliriðli ásamt ellefu öðrum þjóðum. Khris Middleton (Milwaukee Bucks) var atkvæðamestur hjá Bandaríkjunum með 15 stig og Kemba Walker (Boston Celtics) bætti við 14 stigum, 7 stoðsendingum og 6 fráköstum. Joe Harris, Jayson Tatum og Myles Turner voru síðan allir með ellefu stig hver. Jayson Tatum tryggði bandaríska liðinu framlengingu á vítalínunni en meiddist svo á ökkla í framlengingunni. Ersan Ilyasova (Milwaukee Bucks) var frábær hjá Tyrkjum með 23 stig og 14 fráköst en Melih Mahmutoglu skoraði 18 stig, Furkan Korkmaz (Philadelphia 76ers) var með 16 stig og Cedi Osman (Cleveland Cavaliers) skoraði 15 stig. Liðin sem eru komnir áfram eru Pólland, Argentína, Rússland, Spánn, Serbía og Ítalía sem komust öll áfram í gær og svo Ástralía, Litháen, Brasilía, Frakkland, Dóminíska Lýðveldið og Bandaríkin sem komust áfram í dag.Brasilíumenn sýndu styrk sinn með því að vinna Giannis Antetokounmpo og félaga í gríska landsliðinu 79-78. Gamli NBA-leikmaðurinn Anderson Varejao skoraði sigurkörfuna eftir stoðsendingu frá öðrum þekktum kappa að nafni Leandro Barbosa. Anderson Varejao átti algjöran stórleik og endaði með 22 stig og 5 fráköst en Leandro Barbosa var með 13 stig. Giannis Antetokounmpo fór útaf með fimm villur en hann var með 13 stig og 4 fráköst. Georgios Printezis skoraði mest fyrir Grikki eða 20 stig.Frakkar voru í miklu stuði í 103-64 sigri á móti Jórdaníu en þessi úrslit þýða að bæði Frakkland og Dóminíska Lýðveldið eru komin áfram. Nando De Col var með 19 stig og 8 stoðsendingar en besti maður Frakka var Rudy Gobert sem skoraði 16 stig, tók 13 fráköst og hélt besta manni Jórdaníu niðri.Litháar voru líka öflugir í 23 stiga sigri á Kanada, 92-69. Edgaras Ulanovas skoraði mest fyrir Litháen eða 15 stig en Jonas Valanciunas var með 13 stig.Úrslitin á HM í körfubolta í dag:E-riðill Japan - Tékkland 76-89 Bandaríkin - Tyrkland 93-92Stig: Bandaríkin 4, Tyrkland 2, Tékkland 2, JapanF-riðill Svartfjallaland - Nýja Sjáland 83-93 Brasilía - Grikkland 79-78Stig: Brasilía 4, Grikkland 2, Nýja Sjáland 2, Svartfjallaland 0G-riðill Þýskaland - Dóminíska Lýðveldið 68-70 Jórdanía - Frakkland 64-103Stig: Frakkland 4, Dóminíska Lýðveldið 4, Þýskaland 0, Jórdanía 0H-riðill Ástralía - Senegal 81-68 Litháen - Kanada 92-69Stig: Litháen 4, Ástralía 4, Kanada 0, Senegal 0.
Körfubolti Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira