Körfubolti

Besti leikmaður NBA bara í 78. sæti yfir stigahæstu leikmenn HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Giannis Antetokounmpo hefur verið í smá basli á HM í Kína til þessa.
Giannis Antetokounmpo hefur verið í smá basli á HM í Kína til þessa. Getty/Shi Tang
Heimsmeistaramótið í körfubolta í Kína hefur ekki byrjað alveg nógu vel fyrir besta leikmann NBA deildarinnar á síðustu leiktíð.Giannis Antetokounmpo spilar með gríska landsliðinu sem hefur einn sigur í fyrstu tveimur leikjum sínum og er því enn ekki öruggt með sæti í næstu umferð. Örlög liðsins ráðast í leik á móti Nýja Sjálandi í lokaumferðinni á morgun.Þar þarf liðið á meiru að halda frá Antetokounmpo en í fyrstu tveimur leikjum heimsmeistaramótsins á móti Svartfjallalandi og Brasilíu.Giannis Antetokounmpo var kosinn mikilvægasti leikmaðurinn í NBA eftir að hafa farið á kostum með Milwaukee Bucks.Giannis Antetokounmpo var með 27,7 stig, 12,5 fráköst og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik í deildarkeppni NBA og í úrslitakeppninni var hann með 25,5 stig, 12,2 fráköst og 4,9 stoðsendingar að meðaltali í leik.Á HM í Kína er hann hins vegar aðeins með 11,5 stig, 6,0 fráköst og 1,0 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hann hefur fengið 4,0 villur í leik og fór af velli með fimm villur í tapinu á móti Brasilíu.Antetokounmpo er eins og er í 78. sæti yfir stigahæstu leikmenn HM í Kína en hann var í 76. sæti eftir leikina í gær. Það má finna allan listann hér.Giannis Antetokounmpo var með 10 stig og 8 fráköst í fyrsta leiknum á móti Svartfjallalalandi en skoraði síðan 13 stig og tók 4 fráköst í öðrum leiknum á móti Brasilíu.Hann hefur hitt úr undir 45 prósent skota sinna í báðum þessum leikjum og hefur enn ekki sett niður þriggja stiga skot á mótinu. Góðu fréttirnar eru þær að Giannis Antetokounmpo hefur nýtt öll níu vítin sín til þessa.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.