Körfubolti

Tatum ekki alvarlega meiddur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tatum í leiknum gegn Tyrkjum þar sem Bandaríkjamenn sluppu með skrekkinn.
Tatum í leiknum gegn Tyrkjum þar sem Bandaríkjamenn sluppu með skrekkinn. vísir/getty

Jayson Tatum meiddist í leik Bandaríkjamanna og Tyrkja á HM í gær en stuðningsmenn Boston Celtics þurfa ekkert að óttast. Hann er ekki alvarlega meiddur.

Tatum tognaði aðeins á ökkla og verður þar af leiðandi ekki lengi frá. Hann mun þó missa af næstu tveimur leikjum Bandaríkjamanna á HM hið minnsta.

Hann ætti því að koma aftur inn í liðið þegar alvaran verður orðinn meiri í mótinu.

Tatum var með 10,5 stig að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum Bandaríkjamanna á HM. Hann var með 11 stig og 11 fráköst í leiknum gegn Tyrkjum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.