Körfubolti

Tatum ekki alvarlega meiddur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tatum í leiknum gegn Tyrkjum þar sem Bandaríkjamenn sluppu með skrekkinn.
Tatum í leiknum gegn Tyrkjum þar sem Bandaríkjamenn sluppu með skrekkinn. vísir/getty
Jayson Tatum meiddist í leik Bandaríkjamanna og Tyrkja á HM í gær en stuðningsmenn Boston Celtics þurfa ekkert að óttast. Hann er ekki alvarlega meiddur.Tatum tognaði aðeins á ökkla og verður þar af leiðandi ekki lengi frá. Hann mun þó missa af næstu tveimur leikjum Bandaríkjamanna á HM hið minnsta.Hann ætti því að koma aftur inn í liðið þegar alvaran verður orðinn meiri í mótinu.Tatum var með 10,5 stig að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum Bandaríkjamanna á HM. Hann var með 11 stig og 11 fráköst í leiknum gegn Tyrkjum.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.