Spánverjar lokuðu öllum leiðum á úrslitastundu og eru áfram ósigraðir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2019 14:23 Spánverjinn Juan Hernangómez var flottur í dag. Getty/Li Zhiteng Spánn og Argentína hafa unnið alla fjóra leiki sína á heimsmeistaramótinu í körfubolta í Kína eftir að þau unnu bæði fyrsta leik sinn í milliriðli í dag. Spánverjar höfðu betur í hörkuleik á móti Ítölum en Argentínumenn þurftu ekki að hafa mikið fyrir sínum sigri. Úrslitin í dag þýða jafnframt að Spánn og Serbía eru bæði búin að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar þrátt fyrir að eiga einn leik eftir í milliriðlinum. Spánverjar unnu sjö stiga sigur á Ítölum, 67-60, í miklum baráttuleik. Ítalir höfðu unnið alla leiki sína nema þann á móti Serbum og stóðu vel í Spánverjum í dag. Írtalir voru líka í fínum málum fjórum mínútum fyrir leikslok og fjórum stigum yfir, 56-51. Þá komu tíu spænsk stig í röð, Spánverjar lokuðu öllum leiðum og náðu frumkvæðinu sem þeir héldu út leikinn. Juan Hernangómez (Denver Nuggets) var atkvæðamestur hjá Spánverjum með 16 stig en Ricky Rubio (Phoenix Suns) skoraði 15 stig. Þá var Sergio Llull (Real Madrid) með 11 stig. Það kom ekki að sök að Marc Gasol (Toronto Raptors) skoraði bara eina körfu úr sex skotum en hún kom á lykiltíma undir lok leiksins. Danilo Gallinari (Oklahoma City Thunder) var stigahæstur hjá Argentínu með 15 stig. Argentínumenn áttu ekki í miklum vandræðum með Venesúela og héldu sigurgöngu sinni áfram á HM. Argentínska liðið vann tuttugu stiga sigur, 87-67. Lið Venesúela var búið að vinna tvo leiki í röð þar af hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli á móti heimamönnum í kínverska landsliðinu. Liðið átti hins vegar enga möguleika á móti sterku argentínsku liði. Gabriel Deck, leikmaður Real Madrid, fór á kostum og skoraði 25 stig en liðsfélagi hans hjá Real Facundo Campazzo var líka mjög flottur með 12 stig og 9 stoðsendingar. Luis Scola, sem er 39 ára og spilar nú í Kína, skoraði 15 stig.Úrslit í milliriðlum í keppni um 1. til 16. sæti á HM í Körfubolta í Kína:I-riðill Pólland - Rússland 79-74 Argentína - Venesúela 87-67Röð þjóða (Sigrar-töp): Argentína 4-0, Pólland 4-0, Rússland 2-2, Venesúela 2-2.J-riðill Serbía - Púertó Ríkó 90-47 Spánn - Ítalía 67-60Röð þjóða (Sigrar-töp): Serbía 4-0, Spánn 4-0, Ítalía 2-2, Púertó Ríkó 2-2Úrslit í keppni um sæti 17. til 32. sæti: Nígería - Fílabeinsströndin 83-66 Angóla - Íran 62-71 Kína- Suður Kórea 77-73 Túnis - Filippseyjar 86-67 Körfubolti Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira
Spánn og Argentína hafa unnið alla fjóra leiki sína á heimsmeistaramótinu í körfubolta í Kína eftir að þau unnu bæði fyrsta leik sinn í milliriðli í dag. Spánverjar höfðu betur í hörkuleik á móti Ítölum en Argentínumenn þurftu ekki að hafa mikið fyrir sínum sigri. Úrslitin í dag þýða jafnframt að Spánn og Serbía eru bæði búin að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar þrátt fyrir að eiga einn leik eftir í milliriðlinum. Spánverjar unnu sjö stiga sigur á Ítölum, 67-60, í miklum baráttuleik. Ítalir höfðu unnið alla leiki sína nema þann á móti Serbum og stóðu vel í Spánverjum í dag. Írtalir voru líka í fínum málum fjórum mínútum fyrir leikslok og fjórum stigum yfir, 56-51. Þá komu tíu spænsk stig í röð, Spánverjar lokuðu öllum leiðum og náðu frumkvæðinu sem þeir héldu út leikinn. Juan Hernangómez (Denver Nuggets) var atkvæðamestur hjá Spánverjum með 16 stig en Ricky Rubio (Phoenix Suns) skoraði 15 stig. Þá var Sergio Llull (Real Madrid) með 11 stig. Það kom ekki að sök að Marc Gasol (Toronto Raptors) skoraði bara eina körfu úr sex skotum en hún kom á lykiltíma undir lok leiksins. Danilo Gallinari (Oklahoma City Thunder) var stigahæstur hjá Argentínu með 15 stig. Argentínumenn áttu ekki í miklum vandræðum með Venesúela og héldu sigurgöngu sinni áfram á HM. Argentínska liðið vann tuttugu stiga sigur, 87-67. Lið Venesúela var búið að vinna tvo leiki í röð þar af hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli á móti heimamönnum í kínverska landsliðinu. Liðið átti hins vegar enga möguleika á móti sterku argentínsku liði. Gabriel Deck, leikmaður Real Madrid, fór á kostum og skoraði 25 stig en liðsfélagi hans hjá Real Facundo Campazzo var líka mjög flottur með 12 stig og 9 stoðsendingar. Luis Scola, sem er 39 ára og spilar nú í Kína, skoraði 15 stig.Úrslit í milliriðlum í keppni um 1. til 16. sæti á HM í Körfubolta í Kína:I-riðill Pólland - Rússland 79-74 Argentína - Venesúela 87-67Röð þjóða (Sigrar-töp): Argentína 4-0, Pólland 4-0, Rússland 2-2, Venesúela 2-2.J-riðill Serbía - Púertó Ríkó 90-47 Spánn - Ítalía 67-60Röð þjóða (Sigrar-töp): Serbía 4-0, Spánn 4-0, Ítalía 2-2, Púertó Ríkó 2-2Úrslit í keppni um sæti 17. til 32. sæti: Nígería - Fílabeinsströndin 83-66 Angóla - Íran 62-71 Kína- Suður Kórea 77-73 Túnis - Filippseyjar 86-67
Körfubolti Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira