Sport

Einn sá sigursælasti leggur skíðin á hilluna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Verðlaunaskápur Hirscher er ansi þétt setinn en það mun ekkert bætast í hann úr þessu
Verðlaunaskápur Hirscher er ansi þétt setinn en það mun ekkert bætast í hann úr þessu vísir/getty
Ríkjandi heimsmeistari í skíðagreinum, Marcel Hirscher, hefur ákveðið að leggja skíðin á hilluna og hætta keppni aðeins þrítugur að aldri.

Austurríkismaðurinn Hirscher er einn sigursælasti skíðamaður heims og hefur verið sá fremsti í greininni undanfarin ár.

Hann hefur sjö sinnum orðið heimsmeistari, tvisvar Ólympíumeistari og hefur átta sinnum fagnað sigri í heimsbikarnum í samanlögðum greinum, þar af samfleytt frá 2012-2019.





Hirscher hélt blaðamannafund í heimalandinu þar sem hann tilkynnti um ákvörðun sína.

„Líkami minn er svolítið þreyttur eftir 12 ár. Það eru mjög afgerandi rök og ég vildi alltaf hætta sem meistari,“ sagði Hirscher.

„Ég vildi hætta þegar ég vissi að ég gæti enn unnið mót. Árið 2013 var ég farinn að hugsa að það væri allt eins kominn tími til að hætta, þetta myndi ekki gerast neitt betra.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×