Körfubolti

Ástralía enn með 100% árangur á HM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Patty Mills skoraði 19 stig og gaf níu stoðsendingar í sigri Ástralíu á Dóminíska lýðveldinu.
Patty Mills skoraði 19 stig og gaf níu stoðsendingar í sigri Ástralíu á Dóminíska lýðveldinu. vísir/getty

Ástralía vann Dóminíska lýðveldið, 82-76, í milliriðli L á HM í körfubolta í dag. Ástralir hafa unnið alla leiki sína á HM.

Patty Mills, leikmaður San Antonio Spurs, var atkvæðamestur í liði Ástralíu með 19 stig og níu stoðsendingar. Chris Goulding skoraði 15 stig. Eloy Vargas skoraði 16 stig fyrir Dóminíska lýðveldið.

Tékkland bar sigurorð af Brasilíu, 71-93, í milliriðli K.

Tomas Satoransky skoraði 20 stig, tók sjö fráköst og gaf níu stoðsendingar í liði Tékka sem eru á toppi riðilsins með sjö stig. Brassar eru einnig með sjö stig í 2. sætinu. Síðar í dag mætast Bandaríkin og Grikkland í lokaleik riðilsins.

Vítor Benite skoraði tólf stig fyrir Brasilíu í leiknum í dag. Þetta var fyrsta tap liðsins á HM.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.