Körfubolti

Öruggt hjá Spáni og Argentínu sem hafa unnið alla leiki sína á HM

Ricky Rubio var stigahæstur hjá Spáni gegn Serbíu.
Ricky Rubio var stigahæstur hjá Spáni gegn Serbíu. vísir/getty
Spánn tryggði sér sigur í milliriðli J á HM í körfubolta með sigri á Serbíu, 81-69, í dag. Þetta var fyrsta tap Serba á HM en Spánverjar hafa unnið alla sína leiki.

Serbía byrjaði leikinn betur og var sjö stigum yfir, 13-20, eftir 1. leikhluta.

Spánn náði yfirhöndinni í 2. leikhluta og í hálfleik leiddu Spánverjar með átta stigum, 45-37. Á endanum munaði svo tólf stigum á liðunum, 81-69.

Ricky Rubio var stigahæstur Spánverja með 19 stig. Victor Claver skoraði 14 stig og tók sjö fráköst. Bogdan Bogdanovic var langbesti leikmaður Serba. Hann skoraði 26 stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Argentína vann öruggan sigur á Póllandi, 65-91, í milliriðli I. Argentínumenn hafa unnið alla leiki sína á HM.

Luís Scola skoraði 21 stig fyrir Argentínu. A.J. Slaughter gerði 16 stig fyrir Pólland. Bæði lið eru komin áfram í 8-liða úrslit.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×