Sport

Írskur frjálsíþróttamaður lést í bílslysi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Craig Lynch 400 metra hlaupari.
Craig Lynch 400 metra hlaupari. vísir/Dean Mouhtaropoulos/Getty Images

Írski frjálsíþróttamaðurinn Craig Lynch er látinn en hann lést í bílslysi í bænum Meath í heimalandi Lynch.

Þessi 29 ára gamli 400 metra hlaupari keppti á EM árið 2016 en hann lést á sunnudagsmorgni eftir bílslys á Slane veginum í Írlandi snemma morguns.

David Gillick, fyrrum samherji Lynch, í írska landsliðinu var niðurbrotinn eftir að hann fékk fréttirnar af Lynch.

„Svo sannarlega frábær drengur með frábæra sýn á lífið. Hræðilegur harmleikur fyrir svona ungan dreng. Hans verður sárt saknað af svo mörgum,“ sagði Gillick.

Hann keppti einnig fyrir hönd Írlands á HM í boðhlaupi sem fór fram í Bahamas en félag hans, Shercok AC, sendi aðstandendum hans kveðjur. Það sama írska frjálsíþróttasambandið.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.