Körfubolti

Serbar byrjuðu HM á tæplega 50 stiga sigri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bogdan Bogdanovic og félagar byrjuðu D-riðil af krafti
Bogdan Bogdanovic og félagar byrjuðu D-riðil af krafti vísir/getty

Heimsmeistaramótið í körfubolta hófst í Kína í dag og byrjuðu Serbar mótið af krafti.

Serbar, silfurlið síðasta heimsmeistaramóts, spiluðu við Angóla í fyrsta leik mótsins og fóru Serbar með öruggan 105-59 sigur.

Bogdan Bogdanovic, sem spilar með Sacramento Kings, fór fyrir Serbeum og skoraði 24 stig í leiknum ásamt tveimur fráköstum og þremur stoðsendingum.

Rússar unnu nauman sigur á Nígeríu 82-77. Leikurinn var mjög spennandi og var jafnræði með liðunum allan tímann.

Mikhail Kulagin var stigahæstur í liði Rússa með 16 stig og Andrey Vorontsevich skoraði 14. Josh Okogie fór fyrir Nígeríu með 18 stig.

Þá unnu Pólverjar 80-69 sigur á Venesúela og Púertó Ríkó hafði betur gegn Íran 83-81.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.