Lífið

The Rock genginn í það heilaga

Sylvía Hall skrifar
Johnson og Hashian hafa verið saman frá árinu 2006.
Johnson og Hashian hafa verið saman frá árinu 2006. Vísir/Getty
Leikarinn Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock, kvæntist kærustu sinni og barnsmóður Lauren Hashian við látlausa athöfn á Hawaii á sunnudag. Leikarinn birti mynd af þeim hjónum við fallegt sólsetur eftir athöfn á Instagram-síðu sinni á sunnudag.Hjónin kynntust við tökur á Disney-myndinni The Game Plan árið 2006 og eiga dæturnar Jasmine og Tiönu saman sem fæddar eru árin 2015 og 2018. Fyrir átti Johnson dótturina Simone úr fyrra hjónabandi.

 
 
 
View this post on Instagram
We do. August 18th, 2019. Hawaii. Pōmaikaʻi (blessed) @laurenhashianofficial @hhgarcia41

A post shared by therock (@therock) on Aug 19, 2019 at 3:27am PDT

Þrátt fyrir að hafa aðeins verið gift í þrjá daga hefur Johnson áður sagt í viðtölum að hann hafi lengi talað um Hashian sem eiginkonu sína. Árið 2018 sagði hann í viðtali við Entertainment Tonight að það væri ekkert forgangsmál fyrir þau að ganga í hjónaband þar sem þau væru „ekkert að flýta sér“.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

The Rock opnar sig um þunglyndið

Leikarinn Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock, opnaði sig um baráttuna við þunglyndi í viðtali við slúðurtímaritið Sunday Express en Johnson er hæst launaðasti leikarinn í Hollywood.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.