Enski boltinn

Salah gefur lítið fyrir ummæli Neville og segist ánægður hjá Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Salah og Klopp á góðri stundu.
Salah og Klopp á góðri stundu. vísir/getty
Mohamed Salah, stórstjarna Liverpool, segist vera ánægður hjá Liverpool þrátt fyrir ummæli Gary Neville um að Egyptinn muni yfirgefa Bítlaborgina á næstu tólf mánuðum.

Framherjinn magnaði hefur unnið Gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni bæði árin sín hjá Liverpool en hann kom frá Roma sumarið 2017.

Salah var í sigurliði Liverpool í Meistardeildinni á síðustu leiktíð og þrátt fyrir ummæli Neville á Sky Sports á dögunum segist Salah ánægður hjá Liverpool.

„Ég er ánægður hjá Liverpool. Ég er ánægður í borginni, ég elska stuðningsmennina og þeir elska mig. Ég er ánægður hjá félaginu,“ sagði Salah í samtali við CNN.







Neville var í settinu hjá Sky Sports á dögunum þar sem hann og Liverpool-maðurinn, Jamie Carragher, ræddu Liverpool.

„Salah fer á næstu tólf mánuðum. Ég get séð það nú þegar. Carragher veit það, hann vill bara ekki segja það. Ég get lofað því að hann fari. Ég get séð það, þú getur fundið það,“ sagði ákveðinn Neville.

Salah og félagar eru með sex stig eftir sigra gegn Norwich og Southampton í fyrstu tveimur leikjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×