Handbolti

Selfoss og Afturelding sigurvegarar á Opna Norðlenska

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Íslandsmeistarar Selfoss gerðu góða ferð norður
Íslandsmeistarar Selfoss gerðu góða ferð norður vísir/vilhelm

Opna Norðlenska mótið í handbolta fór fram á Akureyri um helgina en um er að ræða árlegt æfingamót þar sem leikið er í karla- og kvennaflokki og fóru leikir mótsins fram í KA-heimilinu og Íþróttahöllinni á Akureyri. 

Í karlaflokki höfðu Íslandsmeistarar Selfoss töluverða yfirburði þar sem þeir unnu alla sína leiki nokkuð örugglega og stóðu því uppi sem sigurvegarar. 

Afturelding stóð uppi sem sigurvegari í kvennaflokki en Mosfellingar eru nýliðar í Olís-deild kvenna á komandi leiktíð eftir að hafa unnið Grill 66 deildina á síðustu leiktíð. 

Úrslit mótsins

Karlar

KA 23-21 Þór
Selfoss 26-23 Fram

KA 26-31 Selfoss
Þór 26-26 Fram

Selfoss 29-20 Þór
KA 19-19 Fram

Konur

KA/Þór 37-26 HK
Afturelding 18-14 Stjarnan

KA/Þór 25-26 Afturelding
Stjarnan 24-24 HK

KA/Þór 26-29 Stjarnan
Afturelding 23-30 HK

Afturelding spilar í Olís deild kvenna næsta vetur. Mynd/Handknattleiksdeild Aftureldingar

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.