Handbolti

FH vann Hafnarfjarðarmótið | Ásbjörn bestur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ásbjörn skoraði átta mörk gegn Haukum. Hann var valinn besti leikmaður Hafnarfjarðarmótsins.
Ásbjörn skoraði átta mörk gegn Haukum. Hann var valinn besti leikmaður Hafnarfjarðarmótsins. vísir/bára

FH stóð uppi sem sigurvegari á Hafnarfjarðarmótinu í handbolta. FH-ingar unnu öruggan sigur á grönnum sínum í Haukum, 21-28, í lokaleik mótsins í dag.

FH vann alla þrjá leiki sína á mótinu. Valur endaði í 2. sæti, Haukar í því þriðja og Afturelding í því fjórða.

Einar Rafn Eiðsson skoraði níu mörk fyrir FH í dag og Ásbjörn Friðriksson átta. Brynjólfur Snær Brynjólfsson skoraði fjögur mörk fyrir Hauka.

Ásbjörn var valinn besti leikmaður Hafnarfjarðarmótsins og samherji hans, Arnar Freyr Ársælsson, besti varnarmaðurinn.

Í fyrri leik dagsins vann Valur Aftureldingu, 26-30. Mosfellingar voru marki yfir í hálfleik, 14-13.

Arnór Snær Óskarsson og Alexander Örn Júlíusson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Val. Gestur Ólafur Ingvarsson var markahæstur í liði Aftureldingar með sex mörk.

Lið Hafnarfjarðarmótsins var þannig skipað: 

Vinstra horn: Arnar Freyr Ársælsson, FH
Vinstri skytta: Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, Afturelding
Miðjumaður: Ásbjörn Friðriksson, FH 
Hægri skytta: Einar Rafn Eiðsson, FH 
Hægra horn: Brynjólfur Snær Brynjólfsson, Haukar 
Línumaður: Ýmir Örn Gíslason, Valur 
Markvörður: Daníel Freyr Andrésson, ValurAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.