Skoðun

Einungis 1/3 allra fyrirtækja í heiminum ná að innleiða stefnu sína á árangursríkan hátt

Guðrún Ragnarsdóttir skrifar
Í gegnum áranna rás hefur áhersla stjórnenda verið á að móta „réttu“ stefnuna og þegar komið hefur að því að innleiða þá stefnu er krafturinn uppurinn og daglegur rekstur farinn að soga til sína alla orkuna. En hvernig er hægt að forðast þennan pytt sem flest fyrirtæki detta í? Til að byrja með þarf stytta þann tíma sem fer í að móta stefnuna þannig að öll orkan sé ekki uppurin strax í upphafi. Einnig þarf að tryggja að sem flestir sem munu bera ábyrgð á innleiðingu stefnunnar innan fyrirtækisins komi að mótun hennar strax í upphafi þannig að það sé víðtækt eignarhald. Loks þarf að huga að því til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að ná fram þeirri stefnu sem er verið að móta og hversu vel fyrirtækið er í stakk búið til að ná fram þeirri stefnu.

Í síbreytilegu umhverfi er nánast ómögulegt að móta hina einu „réttu“ stefnu. Það sem skiptir máli er að vita fyrir hvað fyrirtækið stendur (hlutverk), hvert það er að fara (framtíðarsýn) og hvernig það ætlar að komast þangað (aðgerðaáætlun). Fyrirtæki geta síðan verið misjafnlega vel í stakk búin til að takast á við þær breytingar sem aðgerðaáætlunin kallar á og því þarf oft að fara í ákveðna undirbúningsvinnu eins og skipulagsbreytingar, sækja þekkingu og hæfni sem ekki er til staðar og/eða vinna í jarðveginum (menningunni) svo eitthvað sem nefnt.

Í Hörpunni 23. september n.k. verður haldin í fyrsta sinn alþjóðleg ráðstefna um innleiðingu stefnu – „Bold Strategy Summit ´19“. Þar munu helstu sérfræðingar heims á þessu sviði fjalla um ýmis tæki og tól og strauma og stefnur sem geta aðstoðað fyrirtæki í þeirri vegferð að ná að innleiða sína stefnu á árangursríkan hátt. Hvort sem fyrirtækið þitt er eitt af hverjum þremur sem nær að innleiða stefnu sína á árangursríkan hátt eða ekki þá er klárt að þessi ráðstefna á erindi til allra stjórnenda.

Höfundur er stjórnendaráðgjafi og eigandi Strategiu ehf. 




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×