Körfubolti

Enginn í NBA vildi Jeremy Lin en hann er búinn að finna sér nýtt lið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jeremy Lin.
Jeremy Lin. Getty/Visual China Group
Bandaríska körfuboltastjarnan Jeremy Lin er búinn að finna sér lið til að spila með í vetur.Jeremy Lin vakti athygli á dögunum þegar hann sagði frá því að ekkert NBA-lið hefði áhuga á að semja við hann en hann var síðast hluti af meistaraliði Toronto Raptors.Lin hafði spilaði í NBA-deildinni frá því að hann sló í gegn með New York Knicks vorið 2012 og úr varð hið svokallaða „Linsanity“ eða Linæði.Síðan þá hefur Lin spilað með Houston Rockets, Los Angeles Lakers, Charlotte Hornets, Brooklyn Nets, Atlanta Hawks og Toronto Raptors í NBA-deildinni en ekkert félag var tilbúið að veðja á hann í vetur.Jeremy Lin endaði á að tryggja sér samning hjá Beijing Ducks í Kína og hér fyrir neðan má sjá hvernig hann var kynntur til leiks.

Beijing Ducks liðið hefur ekki unnið kínverksa meistaratitilinn síðan 2015. Samningurinn við Jeremy Lin er einn sá stærsti sem kínverskt lið hefur gert þegar kemur að frægð viðkomandi leikmanns en hingað til var það líka samningur Beijing Ducks við Stephon Marbury.Sögusagnir voru um að Jeremy Lin fá meira en þrjár milljónir Bandaríkjadala, 375 milljónir íslenskra króna, fyrir að spila með Öndunum frá Peking í vetur.Erlendu leikmenn liðsins í vetur verða auk Lin þeir Justin Hamilton (fyrrum leikmaður New Jersey Nets) og Ekpe Udoh (fyrrum leikmaður Utah Jazz). Það verður því pressa á Beijing Ducks að vinna sinn fyrsta meistaratitil í fimm ár.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.