Sport

Ætlar að bæta heimsmet Usain Bolt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lyles ætlar að stela senunni á HM.
Lyles ætlar að stela senunni á HM. vísir/getty

Bandaríski spretthlauparinn Noah Lyles mætir til leiks á HM í frjálsum með miklar væntingar og stefnir á að taka met af fljótasta manni allra tíma, Usain Bolt.

Lyles er 22 ára gamall og gríðarlega fljótur. Hann hefur ákveðið að sleppa 100 metra hlaupinu á HM og einbeita sér að 200 metrunum. Þar telur hann sig eiga möguleika á að bæta heimsmet Bolt.

„Ég á möguleika á að vinna hlaupið og bæta metið. Ég fæ kannski aldrei annað svona tækifæri því í framtíðinni mun ég hlaupa bæði í 100 og 200 metrunum,“ sagði Lyles.

Lyles á best 19,50 sekúndur í 200 metrunum en heimsmet Bolt er 19,19 sekúndur. Í 100 metrunum hefur hann hlaupið á 9,86 sekúndur. Bolt á heimsmetið sem er 9,58 sekúndur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.