Að færa björg í bú allt árið um kring Jóhannes Þór Skúlason skrifar 12. ágúst 2019 09:45 Nú stendur yfir háönn ferðaþjónustunnar á Íslandi – við erum á vertíð. Og eins og við þekkjum snýst vertíð um að koma sem mestum verðmætum í hús á meðan gefur, því að vertíðin endist ekki árið um kring. Vertíðarmánuðir standa undir verðmætasköpuninni sem gerir okkur kleift að þreyja aðra mánuði ársins. Undanfarin tíu ár hefur verið unnið að því að lengja vertíðina og fækka mögru mánuðunum, og einnig að dreifa verðmætasköpuninni víðar til að ágóðinn nái til allra svæða landsins. Betri árangur hefur náðst í því fyrra en seinna. Ein afleiðing niðursveiflunnar nú er að árangurinn gengur til baka á báðum sviðum. Háönnin styttist og ferðamenn fara ekki eins vítt um landið. Hvort tveggja gengur þvert á markmið og stefnu í ferðaþjónustu á Íslandi.Sjálfbær ferðaþjónusta Sú framtíðarsýn og leiðarljós fyrir ferðaþjónustu til 2030 sem stjórnvöld hafa nú birt er mikilvægur grunnur að nánari stefnumótun um atvinnugreinina til framtíðar. Þar er horft til markmiða eins og þeirra sem nefnd eru hér að ofan og þau sett í samhengi við aðra þætti sem þurfa að vinna saman til að ferðaþjónustan verði áfram sá drifkraftur atvinnulífs og uppbyggingar sem við viljum að hún sé. Framtíðarsýnin er sjálfbær ferðaþjónusta hvort sem litið er til efnahagslegra, samfélagslegra eða umhverfislegra þátta. Það er skýrt leiðarljós sem gefur tóninn fyrir þá vinnu sem fram undan er, og sýnir fram á vilja stjórnvalda til að taka af festu á þeim verkefnum sem liggja fyrir til uppbyggingar. Og að mörgu þarf sannarlega að huga. Aukin eftirspurn frá Kína Að undanförnu hefur verið bent á að ferðamönnum frá Kína hefur fjölgað hratt undanfarin ár – eru t.d. um 12% fleiri í ár en í fyrra, og að margt bendi til þess að sú eftirspurn aukist enn hraðar á næstu árum. Nýleg fjárfesting Vincents Tan í Icelandair Hotels og yfirlýstur áhugi hans á aukinni markaðssetningu Íslands í Asíu er eitt dæmi. Fréttir af áhuga kínversks flugfélags á lendingartímum á Keflavíkurflugvelli annað. Aukið flugframboð í samspili við aukna markaðssetningu getur auðvitað ýtt ferðamannatölum frá viðkomandi markaðssvæði hratt upp, vinni það saman til að skapa eftirspurn og áhuga á áfangastaðnum. Að þessu samspili þarf að huga varðandi öll kjarnamarkaðssvæði íslenskrar ferðaþjónustu til að stilla af markmið og árangur, í samræmi við framtíðarsýnina. Framtíðarsýnin er skýr Því hvort sem um er að ræða ferðamenn frá Kína eða öðrum markaðssvæðum er lykillinn að sjálfbærri ferðaþjónustu til framtíðar skynsamleg, rökrétt og fjármögnuð uppbygging innanlands og markaðssetning erlendis í samræmi við skýra stefnumótun. Ferðamönnum fjölgar á heimsvísu um 3-6% árlega og rökrétt er að áætla að fjölgun á Íslandi til lengri tíma verði í samhengi við það. Til að vera undir það búin þurfum við að byggja upp sterka innviði, faglegt atvinnulíf og gæðaþjónustu. Við viljum losa ferðaþjónustuna, og þar með samfélagið, úr klóm sumarvertíðarinnar þannig að hún sé stöðug atvinnugrein allt árið, um allt landið. Atvinnuvegur sem er leiðandi í sjálfbærni, uppfyllir kröfur ferðamanna um gæði, þjónustu og einstaka upplifun, skilar stöðugum arði fyrir atvinnulífið og samfélagið, eykur lífsgæði heimamanna alls staðar á landinu og byggir á sjálfbæru jafnvægi verndar og nýtingar náttúruauðlinda. Arðbær atvinnugrein sem færir öllu samfélaginu björg í bú, allt árið, í sátt við land og þjóð. Það er framtíðarsýnin. Það er verkefnið. Og til að klára það þarf afl og þor, bæði í stjórnmálum og atvinnulífi. Brettum upp ermar.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Agnar Már Másson skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir háönn ferðaþjónustunnar á Íslandi – við erum á vertíð. Og eins og við þekkjum snýst vertíð um að koma sem mestum verðmætum í hús á meðan gefur, því að vertíðin endist ekki árið um kring. Vertíðarmánuðir standa undir verðmætasköpuninni sem gerir okkur kleift að þreyja aðra mánuði ársins. Undanfarin tíu ár hefur verið unnið að því að lengja vertíðina og fækka mögru mánuðunum, og einnig að dreifa verðmætasköpuninni víðar til að ágóðinn nái til allra svæða landsins. Betri árangur hefur náðst í því fyrra en seinna. Ein afleiðing niðursveiflunnar nú er að árangurinn gengur til baka á báðum sviðum. Háönnin styttist og ferðamenn fara ekki eins vítt um landið. Hvort tveggja gengur þvert á markmið og stefnu í ferðaþjónustu á Íslandi.Sjálfbær ferðaþjónusta Sú framtíðarsýn og leiðarljós fyrir ferðaþjónustu til 2030 sem stjórnvöld hafa nú birt er mikilvægur grunnur að nánari stefnumótun um atvinnugreinina til framtíðar. Þar er horft til markmiða eins og þeirra sem nefnd eru hér að ofan og þau sett í samhengi við aðra þætti sem þurfa að vinna saman til að ferðaþjónustan verði áfram sá drifkraftur atvinnulífs og uppbyggingar sem við viljum að hún sé. Framtíðarsýnin er sjálfbær ferðaþjónusta hvort sem litið er til efnahagslegra, samfélagslegra eða umhverfislegra þátta. Það er skýrt leiðarljós sem gefur tóninn fyrir þá vinnu sem fram undan er, og sýnir fram á vilja stjórnvalda til að taka af festu á þeim verkefnum sem liggja fyrir til uppbyggingar. Og að mörgu þarf sannarlega að huga. Aukin eftirspurn frá Kína Að undanförnu hefur verið bent á að ferðamönnum frá Kína hefur fjölgað hratt undanfarin ár – eru t.d. um 12% fleiri í ár en í fyrra, og að margt bendi til þess að sú eftirspurn aukist enn hraðar á næstu árum. Nýleg fjárfesting Vincents Tan í Icelandair Hotels og yfirlýstur áhugi hans á aukinni markaðssetningu Íslands í Asíu er eitt dæmi. Fréttir af áhuga kínversks flugfélags á lendingartímum á Keflavíkurflugvelli annað. Aukið flugframboð í samspili við aukna markaðssetningu getur auðvitað ýtt ferðamannatölum frá viðkomandi markaðssvæði hratt upp, vinni það saman til að skapa eftirspurn og áhuga á áfangastaðnum. Að þessu samspili þarf að huga varðandi öll kjarnamarkaðssvæði íslenskrar ferðaþjónustu til að stilla af markmið og árangur, í samræmi við framtíðarsýnina. Framtíðarsýnin er skýr Því hvort sem um er að ræða ferðamenn frá Kína eða öðrum markaðssvæðum er lykillinn að sjálfbærri ferðaþjónustu til framtíðar skynsamleg, rökrétt og fjármögnuð uppbygging innanlands og markaðssetning erlendis í samræmi við skýra stefnumótun. Ferðamönnum fjölgar á heimsvísu um 3-6% árlega og rökrétt er að áætla að fjölgun á Íslandi til lengri tíma verði í samhengi við það. Til að vera undir það búin þurfum við að byggja upp sterka innviði, faglegt atvinnulíf og gæðaþjónustu. Við viljum losa ferðaþjónustuna, og þar með samfélagið, úr klóm sumarvertíðarinnar þannig að hún sé stöðug atvinnugrein allt árið, um allt landið. Atvinnuvegur sem er leiðandi í sjálfbærni, uppfyllir kröfur ferðamanna um gæði, þjónustu og einstaka upplifun, skilar stöðugum arði fyrir atvinnulífið og samfélagið, eykur lífsgæði heimamanna alls staðar á landinu og byggir á sjálfbæru jafnvægi verndar og nýtingar náttúruauðlinda. Arðbær atvinnugrein sem færir öllu samfélaginu björg í bú, allt árið, í sátt við land og þjóð. Það er framtíðarsýnin. Það er verkefnið. Og til að klára það þarf afl og þor, bæði í stjórnmálum og atvinnulífi. Brettum upp ermar.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun