Skráðu óvart kúluvarpara í boðhlaupið og voru dæmdir úr leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2019 22:30 Youcef Zatat. Getty/Bryn Lennon Enginn Breti kom í mark í boðhlaupi á Evrópumeistaramóti landsliða um helgina þökk sé ótrúlegu klúðri hjá breska frjálsíþróttasambandinu. A-deildin fór fram í Póllandi en breska liðið átti ekki síns bestu helgi og endaði í fimmta sæti. Lágpunkturinn var þó umrætt 4 x 400 metra boðhlaup karla sem var ein af síðustu greinum keppninnar. Sá sem skráði menn til leiks fyrir breska sambandið ruglaðist algjörlega og skráði kúluvarpara sem einn af hlaupurum Breta í boðhlaupinu. Kúluvarparinn heitir Youcef Zatat er öflugur kastari en það fara ekki eins margar sögur af afrekum hans á hlaupabrautinni. Lykilatriðið var þó líklega að Youcef Zatat var bara varamaður og hafði ekki einu sinni ferðast með breska liðinu til Póllands. Skrásetjarinn átti að rita nafn Rabah Yousif á skráningarblaðið en skrifaði þess í stað nafn Youcef Zatat. Rabah Yousif átti þannig að hlaupa fyrsta sprettinn en svo áttu þeir Ethan Brown, Lee Thompson og Martyn Rooney að taka við. Þegar mistökin uppgötvuðust þá var breska boðhlaupsliðið dæmt úr leik.Great Britain were disqualified from the men's 4x400m relay at the European Athletics Team Championships....because a reserve shot putter was named in the line-up by mistake. Full story: https://t.co/WAr9AsSNqbpic.twitter.com/PhE2tyPZqr — BBC Sport (@BBCSport) August 11, 2019Neil Black, yfirmaður hjá breska frjálsíþróttasambandinu, kallaði þetta tæknileg mistök, en fullvissaði um að allt yrði gert til að komast að því hvað gerðist þarna. Hann hrósaði íþróttamönnunum fyrir að hafa tekið þessum ömurlegu tíðundum eins vel og hægt var. Frjálsar íþróttir Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Enginn Breti kom í mark í boðhlaupi á Evrópumeistaramóti landsliða um helgina þökk sé ótrúlegu klúðri hjá breska frjálsíþróttasambandinu. A-deildin fór fram í Póllandi en breska liðið átti ekki síns bestu helgi og endaði í fimmta sæti. Lágpunkturinn var þó umrætt 4 x 400 metra boðhlaup karla sem var ein af síðustu greinum keppninnar. Sá sem skráði menn til leiks fyrir breska sambandið ruglaðist algjörlega og skráði kúluvarpara sem einn af hlaupurum Breta í boðhlaupinu. Kúluvarparinn heitir Youcef Zatat er öflugur kastari en það fara ekki eins margar sögur af afrekum hans á hlaupabrautinni. Lykilatriðið var þó líklega að Youcef Zatat var bara varamaður og hafði ekki einu sinni ferðast með breska liðinu til Póllands. Skrásetjarinn átti að rita nafn Rabah Yousif á skráningarblaðið en skrifaði þess í stað nafn Youcef Zatat. Rabah Yousif átti þannig að hlaupa fyrsta sprettinn en svo áttu þeir Ethan Brown, Lee Thompson og Martyn Rooney að taka við. Þegar mistökin uppgötvuðust þá var breska boðhlaupsliðið dæmt úr leik.Great Britain were disqualified from the men's 4x400m relay at the European Athletics Team Championships....because a reserve shot putter was named in the line-up by mistake. Full story: https://t.co/WAr9AsSNqbpic.twitter.com/PhE2tyPZqr — BBC Sport (@BBCSport) August 11, 2019Neil Black, yfirmaður hjá breska frjálsíþróttasambandinu, kallaði þetta tæknileg mistök, en fullvissaði um að allt yrði gert til að komast að því hvað gerðist þarna. Hann hrósaði íþróttamönnunum fyrir að hafa tekið þessum ömurlegu tíðundum eins vel og hægt var.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira