Körfubolti

Ferðast jafnmikið á NBA-tímabilinu eins og fara meira en tvisvar í kringum jörðina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Donovan Mitchell og félagar í Utah Jazz þurfa að ferðast mikið á komandi tímabili.
Donovan Mitchell og félagar í Utah Jazz þurfa að ferðast mikið á komandi tímabili. Getty/Gene Sweeney Jr.

Leikjadagskrá NBA-deildarinnar í körfubolta var kynnt í gær og þar með kom það í ljós hvað liðin þurfa að ferðast mikið í leiki sína á tímabilið 2019-20.

Það er lið Utah Jazz þarf að ferðast mest á komandi NBA-tímabili en liðið mun fara meira en 50 þúsund mílur á ferðalögum sínum milli leikja.

Þetta gera meira en 82 þúsund kílómetra í ferðalög hjá leikmönnum Utah Jazz eða eins og að fara meira en tvisvar í kringum jörðina.

NBA-liðin leika 82 leiki í deildarkeppninni, 41 á heimavelli og 41 á útivelli. Bandaríkin eru gríðarlega stórt land og liðin eru oft að ferðast á milli Austur- og Vesturstrandarinnar.

Það verður þó að minnast á það að NBA-leikmennirnir ferðast í lúxus einkaflugvélum og þurfa sjaldan að bíða lengi á flugvöllunum. Það er því ekki eins og fyrir okkur „venjulega“ fólkið sem ferðumst í almennu farrými.

Ed Küpfer tók ferðalög einstakra félaga saman fyrir Twitter-reikninginn sinn eins og sjá má hér fyrir neðan.Næstu lið á eftir Utah Jazz eru Phoenix Suns og Sacramento Kings. Það er aftur á móti lið Cleveland Cavaliers sem ferðast langminnst en fyrir ofan Cleveland eru lið Phildelphia 76ers og Chicago Bulls.

Hér fyrir neðan má einnig sjá úttekt Ed Küpfer á því hvernig ferðalög liðanna skiptast eftir mánuðum.


NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.