Segir að Aaron Wan-Bissaka sé betri en Trent Alexander-Arnold Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 12:00 Aaron Wan-Bissaka var frábær í fyrsta leik með Manchester United. Getty/Matthew Peters Manchester United byrjaði frábærlega í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og nýju mennirnir í vörninni, Harry Maguire og Aaron Wan-Bissaka, léku báðir sína fyrstu keppnisleiki. United gekk illa að halda hreinu á síðustu leiktíð en mætir greinilega með allt aðra og betri vörn eftir að hafa keypt miðvörðinn Maguire frá Leicester og bakvörðinn Wan-Bissaka frá Crystal Palace. Paul Parker þekkir vel til varnarleiks Manchester United enda spilaði hann sem bakvörður hjá félaginu í fimm ár frá 1991 til 1996. Parker tjáði sig sérstaklega um bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka í hlaðvarpsþættinum WeAreTheBusbyBoys. Parker er á því að Wan-Bissaka sé orðinn besti bakvörðurinn í ensku úrvalsdeildinni en United borgaði Crystal Palace 50 milljónir punda fyrir hann.?? Paul Parker: “People talk about the lad at Liverpool, Alexander-Arnold, but he can’t defend like Wan Bissaka, whose defending and positioning is very good. He wants to defend, he loves it. “I’m judging him as a defender. He's the best right-back in the Premier League." pic.twitter.com/1chcHNbFtr — Goal (@goal) August 12, 2019 „Ég hef sagt það mörgum sinnum að ég horfði oft á hann spila á síðustu leiktíð og ég er mjög hrifinn af því sem hann gerir,“ sagði Paul Parker við strákana í WeAreTheBusbyBoys hlaðvarpinu. „Fólk er að tala um þennan strák hjá Liverpool (Trent Alexander-Arnold) en hann getur ekki varist eins og Wan Bissaka. Varnarleikur og staðsetningar Wan Bissaka eru mjög góðar. Hann vill verjast og hann elskar að verjast. Allar tæklingarnar í leiknum við Chelsea vann hann snyrtilega,“ sagði Paul Parker.Paul Parker on Alexander-Arnold and Wan-Bissaka: “People talk about Trent, but he can’t defend like Wan-Bissaka, whose defending and positioning is very good. He wants to defend, he loves it. “I’m judging him as a defender. He's the best right-back in the Premier League."pic.twitter.com/294rL58yXt — CaughtOffside (@caughtoffside) August 13, 2019 Harry Maguire var valinn maður leiksins en Parker hefði alltaf valið Wan Bissaka. „Það er eins og hann sé búinn að vera þarna í mörg ár. Ég er að meta hann sem varnarmann og sem slíkur þá er hann besti hægri bakvörðurinn í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Parker. „Það er alltaf sett smá spurningarmerki við það þegar hann fer fram en hann mun læra það. Hann verður betri og betri í sóknarleiknum. Hann er að spila fyrir félag sem mun leyfa honum það,“ sagði Paul Parker. Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Sjá meira
Manchester United byrjaði frábærlega í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og nýju mennirnir í vörninni, Harry Maguire og Aaron Wan-Bissaka, léku báðir sína fyrstu keppnisleiki. United gekk illa að halda hreinu á síðustu leiktíð en mætir greinilega með allt aðra og betri vörn eftir að hafa keypt miðvörðinn Maguire frá Leicester og bakvörðinn Wan-Bissaka frá Crystal Palace. Paul Parker þekkir vel til varnarleiks Manchester United enda spilaði hann sem bakvörður hjá félaginu í fimm ár frá 1991 til 1996. Parker tjáði sig sérstaklega um bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka í hlaðvarpsþættinum WeAreTheBusbyBoys. Parker er á því að Wan-Bissaka sé orðinn besti bakvörðurinn í ensku úrvalsdeildinni en United borgaði Crystal Palace 50 milljónir punda fyrir hann.?? Paul Parker: “People talk about the lad at Liverpool, Alexander-Arnold, but he can’t defend like Wan Bissaka, whose defending and positioning is very good. He wants to defend, he loves it. “I’m judging him as a defender. He's the best right-back in the Premier League." pic.twitter.com/1chcHNbFtr — Goal (@goal) August 12, 2019 „Ég hef sagt það mörgum sinnum að ég horfði oft á hann spila á síðustu leiktíð og ég er mjög hrifinn af því sem hann gerir,“ sagði Paul Parker við strákana í WeAreTheBusbyBoys hlaðvarpinu. „Fólk er að tala um þennan strák hjá Liverpool (Trent Alexander-Arnold) en hann getur ekki varist eins og Wan Bissaka. Varnarleikur og staðsetningar Wan Bissaka eru mjög góðar. Hann vill verjast og hann elskar að verjast. Allar tæklingarnar í leiknum við Chelsea vann hann snyrtilega,“ sagði Paul Parker.Paul Parker on Alexander-Arnold and Wan-Bissaka: “People talk about Trent, but he can’t defend like Wan-Bissaka, whose defending and positioning is very good. He wants to defend, he loves it. “I’m judging him as a defender. He's the best right-back in the Premier League."pic.twitter.com/294rL58yXt — CaughtOffside (@caughtoffside) August 13, 2019 Harry Maguire var valinn maður leiksins en Parker hefði alltaf valið Wan Bissaka. „Það er eins og hann sé búinn að vera þarna í mörg ár. Ég er að meta hann sem varnarmann og sem slíkur þá er hann besti hægri bakvörðurinn í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Parker. „Það er alltaf sett smá spurningarmerki við það þegar hann fer fram en hann mun læra það. Hann verður betri og betri í sóknarleiknum. Hann er að spila fyrir félag sem mun leyfa honum það,“ sagði Paul Parker.
Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Sjá meira