Lífið

Tra­volta og Fall­on herma eftir per­sónum Tra­volta

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Travolta og Fallon taka nokkur spor.
Travolta og Fallon taka nokkur spor. skjáskot

Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon breytti reglulega þáttaliðnum Random Generator á mjög skemmtilegan hátt í þætti gærkvöldsins þegar hann tók á móti leikaranum John Travolta.

Þáttaliðurinn Random Generator tekur reglulega á sig nýjar myndir í þætti Fallons en alltaf snýst hann um það að Fallon og gestur hans ýta á hnapp sem gefur þeim einhver handahófskennd tilmæli (sem öll hafa sama þemað) og þarf að fara eftir tilmælunum. Oft á tíðum þarf að herma eftir einhverjum frægum einstaklingi eins vel og hægt er.

Í þætti gærdagsins kepptust Fallon og Travolta við að herma sem best eftir… Travolta sjálfum. Þeir reyndu meðal annars við að herma eftir persónu Travolta í Grease og Pulp Fiction.

Hér má sjá klippu af keppninni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.