Ósáttur við að blaðberi haldi áfram að bera út eftir að hann virtist gera tilraun til að komast inn um miðja nótt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2019 10:15 Skjáskot úr myndbandinu. Mynd/Skjáskot Sigurður Þór Helgason, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur, er ósáttur við að blaðberi sem ber út Fréttablaðið í hverfinu fái að halda því áfram eftir að viðkomandi virtist gera tilraun til þess að komast inn á heimili Sigurðar með því að taka í hurðarhún á útidyrahurðinni, um miðja nótt. Myndavélakerfi fyrir utan innganginn á heimilinu náði myndbandi af athæfi blaðberans.Sigurður vakti athygli á athæfi blaðberans ífærslu í Facebook-hópnum Vesturbærinn, þar sem íbúar Vesturbæjarins geta rætt saman um málefni hverfisins.„Ég kæri mig ekki um að fá fréttablaðið þegar það fylgir því að tekið sé hurðarhúninn um miðja nótt og nú má hver og einn túlka þær gjörðir. Lét póstdreifingu vita af þessu en viðkomandi er núna búinn að vera áfram að koma með fréttablaðið í viku eftir að þetta atvik kom upp,“ skrifar Sigurður í færslunnni sem vakið hefur töluverða athygli innan hópsins. Póstdreifing sér um að dreifa Fréttablaðinu.Á myndbandinu má sjá hvar maðurinn kemur að útidyrahurðinni klæddur hönskum. Þar setur hann blaðið inn um bréfalúguna áður en hann tekur í hurðarhúninn og virðist gera tilraun til þess að opna hurðina sem er læst. Því næst má sjá hann hverfa af vettvangi. Umrætt myndband má sjá hér að neðan.Í samtali við Vísi segir Sigurður að atvikið hafi átt sér stað um miðja nótt þann 7. ágúst síðastliðinn en hann vaknaði um klukkutíma eftir að það átti sér stað, við tilkynningu í símanum um að vart hafi orðið við hreyfingu fyrir utan útidyrahurðina. Hann hafi ákveðið að kíkja á tilkynninguna vegna þess að viku áður hafði myndavélakerfið tekið upp myndband af blaðbera að bera út blað til þeirra um miðja nótt, og koma aftur klukkutíma síðar og kíkja vandlega inn um gluggann.„Ég kíkti á það af rælni af því að við vorum búin að sjá hann vera að kanna aðstæður. Þá sá ég þetta og ég bara fríka út. Ég gat ekki sofið þessa nótt, ég hringdi á lögregluna og sýndi þeim myndbandið,“ segir Sigurður. Um sama mann er að ræða í bæði skiptin að sögn Sigurðar og hefur hann borið út Fréttablaðið til Sigurðar undanfarnar vikur.Segir lögreglu ekkert geta gert Lögregla kom á vettvang og skoðaði myndbandið en að sögn Sigurðar sagðist lögreglan lítið geta gert þar sem ekki hafi verið framinn glæpur. Því næst var haft samband við Póstdreifingu, sem fyrr segir sér um að dreifa Fréttablaðinu. Segir Sigurður að þar á bæ hafi menn fengið að skoða myndbandið. Sigurður segir að svo virðist sem að það hafi litlar afleiðingar haft fyrir blaðberann, hann sé ennþá að bera út blaðið til þeirra.Aðspurður hvort hann sé ósáttur með að blaðberinn sé ennþá að bera út blaðið á heimili hans liggur ekki á svörum hjá Sigurði.„Hrikalega,“ en meðal þess sem kemur fram í færslu Sigurðar á Vesturbæjar-síðunni er að börn hans séu hrædd við tilhugsunina um að umræddur blaðberi haldi áfram að koma að heimili þeirra. Segist hann því ekki geta sætt sig við það að blaðberinn fái áfram að bera út blaðið á heimili hans. Því hafi hann ákveðið að vekja athygli á myndbandinu til að knýja fram viðbrögð og minna fólk á að læsa vandlega útidyrahurðum. „Ég vil vara fólk við,“ segir Sigurður og bætir við:„Ef þetta heldur áfram, hann heldur áfram að koma hérna, þá var því eina ráðið að birta þetta myndband. Það hefði gilt það sama ef ég hefði sagt að blaðberinn væri að gera þetta. Þá hefði kannski einhver ekki trúað mér. Ef ég get ekki tjáð mig um þetta þá get ég ekki varað annað fólk við.“ Reykjavík Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Sigurður Þór Helgason, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur, er ósáttur við að blaðberi sem ber út Fréttablaðið í hverfinu fái að halda því áfram eftir að viðkomandi virtist gera tilraun til þess að komast inn á heimili Sigurðar með því að taka í hurðarhún á útidyrahurðinni, um miðja nótt. Myndavélakerfi fyrir utan innganginn á heimilinu náði myndbandi af athæfi blaðberans.Sigurður vakti athygli á athæfi blaðberans ífærslu í Facebook-hópnum Vesturbærinn, þar sem íbúar Vesturbæjarins geta rætt saman um málefni hverfisins.„Ég kæri mig ekki um að fá fréttablaðið þegar það fylgir því að tekið sé hurðarhúninn um miðja nótt og nú má hver og einn túlka þær gjörðir. Lét póstdreifingu vita af þessu en viðkomandi er núna búinn að vera áfram að koma með fréttablaðið í viku eftir að þetta atvik kom upp,“ skrifar Sigurður í færslunnni sem vakið hefur töluverða athygli innan hópsins. Póstdreifing sér um að dreifa Fréttablaðinu.Á myndbandinu má sjá hvar maðurinn kemur að útidyrahurðinni klæddur hönskum. Þar setur hann blaðið inn um bréfalúguna áður en hann tekur í hurðarhúninn og virðist gera tilraun til þess að opna hurðina sem er læst. Því næst má sjá hann hverfa af vettvangi. Umrætt myndband má sjá hér að neðan.Í samtali við Vísi segir Sigurður að atvikið hafi átt sér stað um miðja nótt þann 7. ágúst síðastliðinn en hann vaknaði um klukkutíma eftir að það átti sér stað, við tilkynningu í símanum um að vart hafi orðið við hreyfingu fyrir utan útidyrahurðina. Hann hafi ákveðið að kíkja á tilkynninguna vegna þess að viku áður hafði myndavélakerfið tekið upp myndband af blaðbera að bera út blað til þeirra um miðja nótt, og koma aftur klukkutíma síðar og kíkja vandlega inn um gluggann.„Ég kíkti á það af rælni af því að við vorum búin að sjá hann vera að kanna aðstæður. Þá sá ég þetta og ég bara fríka út. Ég gat ekki sofið þessa nótt, ég hringdi á lögregluna og sýndi þeim myndbandið,“ segir Sigurður. Um sama mann er að ræða í bæði skiptin að sögn Sigurðar og hefur hann borið út Fréttablaðið til Sigurðar undanfarnar vikur.Segir lögreglu ekkert geta gert Lögregla kom á vettvang og skoðaði myndbandið en að sögn Sigurðar sagðist lögreglan lítið geta gert þar sem ekki hafi verið framinn glæpur. Því næst var haft samband við Póstdreifingu, sem fyrr segir sér um að dreifa Fréttablaðinu. Segir Sigurður að þar á bæ hafi menn fengið að skoða myndbandið. Sigurður segir að svo virðist sem að það hafi litlar afleiðingar haft fyrir blaðberann, hann sé ennþá að bera út blaðið til þeirra.Aðspurður hvort hann sé ósáttur með að blaðberinn sé ennþá að bera út blaðið á heimili hans liggur ekki á svörum hjá Sigurði.„Hrikalega,“ en meðal þess sem kemur fram í færslu Sigurðar á Vesturbæjar-síðunni er að börn hans séu hrædd við tilhugsunina um að umræddur blaðberi haldi áfram að koma að heimili þeirra. Segist hann því ekki geta sætt sig við það að blaðberinn fái áfram að bera út blaðið á heimili hans. Því hafi hann ákveðið að vekja athygli á myndbandinu til að knýja fram viðbrögð og minna fólk á að læsa vandlega útidyrahurðum. „Ég vil vara fólk við,“ segir Sigurður og bætir við:„Ef þetta heldur áfram, hann heldur áfram að koma hérna, þá var því eina ráðið að birta þetta myndband. Það hefði gilt það sama ef ég hefði sagt að blaðberinn væri að gera þetta. Þá hefði kannski einhver ekki trúað mér. Ef ég get ekki tjáð mig um þetta þá get ég ekki varað annað fólk við.“
Reykjavík Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira