Enski boltinn

Solskjær hefur „engar áhyggjur“ af Pogba og segir að hann yfirgefi ekki Man. Utd í sumar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær og Pogba.
Solskjær og Pogba. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur engar áhyggjur af því að Paul Pogba muni yfirgefa félagið fyrir lok félagaskiptagluggans í Evrópu.

Eins og vanalega snérist blaðamannafundur Ole Gunnar Solskjær mikið um heimsmeistarann Paul Pogba. Glugginn í Evrópu er enn opin svo Pogba getur enn farið.

Solskjær hefur þó ekki áhyggjur af því að Pogba yfirgefi Manchester-borg í sumar.

„Þið setjið alltaf spurningarmerki í kringum Paul, er það ekki?“ sagði Norðmaðurinn hvass er hann ræddi við blaðamenn fyrir leik kvöldsins.

„Ég hef engar áhyggjur af Paul og fyrir mig þá er hann að fara vera hér áfram. Hann sagði að hann væri að njóta þess að spila, hefði gaman með liðsfélögum sínum og elskaði sitt starf.“







Í sama viðtali sagði Pogba hins vegar að framtíð hans væri spurningarmerki og Norðmaðurinn var fljótur að útskýra það spurningarmerki.

„Auðvitað er það þessi setning um spurningarmerkið en það er alltaf spurningarmerki í kringum Paul Pogba. Það hefur ekki verið einn blaðamannafundur sem ég hef ekki þurft að svara spurningum um Paul.“

Manchester United mætir Wolves í kvöld og leitast eftir því að fylgja á eftir frábærum sigri á Chelsea í fyrstu umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×