Innlent

Kýldi lög­reglu­mann í and­litið

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lögreglu var tilkynnt um líkamsárás á skemmtistað í nótt.
Lögreglu var tilkynnt um líkamsárás á skemmtistað í nótt. vísir/vilhelm
Tilkynnt var um árás inni á skemmtistað í Hafnarfirði klukkan tíu mínútur í eitt í gærkvöldi. Árásarmaður var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en einn aðili var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild til aðhlynningar.

Ölvaður ökumaður var handtekinn eftir að hafa ekið á bíl. Vitni að atvikinu var lögreglumaður á frívakt og þegar ökumaður gerði sig líklegan til að keyra í burtu en kynnti vitnið sig þá sem lögreglumann sem varð til þess að ökumaður kýldi hann í andlitið. Lögreglumaðurinn yfirbugaði ökumanninn og hélt honum þar til lögreglan kom á vettvang. Ökumaður var vistaður í fangaklefa.

Annar ökumaður sem grunaður var um akstur undir áhrifum áfengis var færður í blóðsýnatöku á lögreglustöð en neitaði að yfirgefa port lögreglunnar eftir að hann varð frjáls ferða sinna. Hann var vistaður í fangageymslu eftir að hafa ítrekað óhlýðnast fyrirmælum lögreglu.

Sex aðrir einstaklingar voru handteknir vegna gruns um ölvunarakstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna og voru fjórir vistaðir í fangageymslu í nótt. Flest atvik sem komu inn á borð lögreglu voru tengd aðilum undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×