Lífið kynningar

Danskir dagar í Stykkishólmi 25 ára

Danskir dagar kynna
Íbúafjöldi Stykkishólms margfaldast á Dönskum dögum.
Íbúafjöldi Stykkishólms margfaldast á Dönskum dögum.

Danskir dagar fara fram á Stykkishólmi dagana 15. til 18. ágúst.  Íbúar vilja með hátíðinni minna á dönsk tengsl bæjarins en fyrr á öldum var verslun í höndum Dana og um skeið voru þar starfandi danskur læknir og lyfsali.

Tunnulestin slær alltaf í gegn.

Hjördís Pálsdóttir safnstjóri heldur utan um hátíðina.

„Dagana fyrir hátíðina bjóðum við upp á ýmsa smærri viðburði, svo sem listasmiðju fyrir börn, upplestur á Vatnasafni, tónleika og margt fleira," segir Hjördís. 

Kassaklifur.

„Opnunarhátíðin hefst svo föstudaginn, 16. ágúst í Hólmgarði, en þar koma fram tónlistarmaðurinn Daði Freyr og hljómsveitin Þrír. Hátíðahöldin verða annars með hefðbundu sniði líkt og undanfarin ár. Við skreytum bæinn með danska fánanum, bjóðum í hverfagrill og brekkusöng, sláum upp markaði og leggjum áherslu á danskar veitingar, æbleskiver og snobrød.

Boðið verður upp á brjóstsykursgerð, tunnulest og ýmislegt fleira. Á laugardagskvöldinu verður svo ekta sveitaball í Reiðhöllinni með Stuðlabandinu.“

Danskar veitingar verða á boðstólnum, meðal annars æbleskiver.

Hjördís segir íbúafjöldann í Stykkishólmi jafnan margfaldast á Dönskum dögum og Hólmara stolta af danskri tengingu bæjarins. Stykkishólmur á vinabæ í Danmörku, Kolding, og rækta bæjarfélögin sambandið meðal annars með því að senda grunnskólanemendur í heimsókn á víxl.

„Hér er líka alltaf töluð danska á sunnudögum“ segir hún sposk.

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr kemur fram á Dönskum dögum.

Dagskrána má kynna sér á Facebooksíðu hátíðarinnar.

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Danska daga.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.