Sport

Bergrún Ósk heimsmeistari ungmenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir.
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir. vísir/vilhelm

ÍR-ingurinn Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir stóð sig frábærlega á heimsmeistaramóti ungmenna í frjálsum íþróttum fatlaðra sem fór fram í Nottwil í Sviss um Verslunarmannahelgina. Keppt var bæði í flokki 17 ára og yngri og í flokki 20 ára og yngri.

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir fagnaði sigri í tveimur af fjórum greinum sem hún keppti í á mótinu en Bergrún keppir í flokki T/F 37 (hreyfihamlaðir).Bergrún varð heimsmeistari í langstökki með stökki upp á 4,12 metra og sigraði í spjótkasti í sínum flokki er hún kastaði spjótinu 23,08 metra. Spjótið var ekki verðlaunagrein á mótinu þar sem aðeins tveir keppendur voru skráðir til leiks. Glæsilegur árangur hjá Bergrúnu sem var einnig í 4. sæti í 100 metra hlaupi og 5. sæti í 200 metra hlaupi.

Bergún er að fylgja eftir góðu ári í fyrra þegar hún var valin íþróttakona ársins hjá fötluðum eftir að hafa unnið þrenn verðlaun á Evrópumeistaramótinu. Nú er hún farin að láta til sín taka á heismmeistaramótinu.

Erlingur Ísar Viðarsson frá FH var svo með bætingu í 100 metra hlaupi í flokki T37 er hann kom í mark á tímanum 14,21 sekúndum. Erlingur Ísar varð í 18. sæti í 100 metra hlaupinu og í 20. sæti í 200 metra hlaupi en náði bestum árangri í langstökkinu með því að ná sjöunda sæti.

Hafliði Hafþórsson keppti ekki á mótinu en gekkst í gegnum flokkun á vegum Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC).
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.