Þessir voru valdir í lið áratugarins í NBA-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2019 16:45 Lið áratugarins 2010-2019. Samsett mynd/Twitter/@NBATV Áratugurinn 2010-2019 var gerður upp á dögunum hjá NBA-deildinni nú þegar styttist í það að 2019-20 tímabilið hefjist. NBA sjónvarpsstöðin valdi á dögunum lið áratugarins í NBA-deildinni en NBATV fékk nokkra valinkunna sérfræðinga til að velja sig þrjú úrvalslið fyrir árin 2010 til 2019. Valnefndin var mynduð að mönnum sem starfa hjá NBA.com og NBA TV og hafa það því að atvinnu sinni að framleiða efni um NBA körfuboltann. Í hverju liði voru tveir bakverðir og þrír framherjar eða miðherjar. LeBron James og Kevin Durant voru upp á sitt besta á þessum áratug, ferill Kobe Bryant og Dwyane Wade var að enda og ferlar manna eins og Anthony Davis og Giannis Antetokounmpo að byrja. Allt þetta þurfti valnefndarmeðlimir að meta og þeim tókst að setja saman þrjú úrvalslið, fyrsta, annað og þriðja. Í fyrsta úrvalsliðinu eru bakverðirnir Stephen Curry og James Harden og svo framherjarnir LeBron James, Kevin Durant og Kawhi Leonard.Presenting our panelists' picks for First Team All-Decade!https://t.co/w4mHtEFppkpic.twitter.com/ZoAG0Oa7fV — NBA TV (@NBATV) August 5, 2019 LeBron James og Kevin Durant voru kosnir í Stjörnuleik NBA öll tíu árin og þeir voru einnig valdir í úrvalslið NBA í öll skipti nema eitt þegar Durant var ekki valinn. Kevin Durant er með 28,0 stig, 7,4 fráköst og 4,4 stoðsendingar að meðaltali á áratugnum en LeBron James er með 26,9 stig, 7,7 fráköst og 7,6 stoðsendingar að meðaltali. Stephen Curry breytti NBA-deildinni á þessum árum með þriggja stiga skotum sínum og var tvisvar kosinn bestur en hann er með 23,5 stig í leik á áratugnum. James Harden fór úr því að vera besti sjötti maðurinn í að verða besti leikmaður deildarinnar og er með 24,3 stig í leik. Kawhi Leonard er með lökustu tölfræðin á þessum fimm en vann tvo titla með tveimur liðum þar sem hann var kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna í bæði skiptin. Hann var einnig valinn besti varnarmaðurinn tvisvar. Hér fyrir neðan má síðan sjá hvernig hin tvö úrvalsliðin líta út. Í öðru úrvalsliðinu eru bakverðirnir Chris Paul og Russell Westbrook ásamt þeim Anthony Davis, Blake Griffin og Carmelo Anthony. Í þriðja úrvalsliðinu eru svo bakverðirnir Dwyane Wade og Kobe Bryant ásamt þeim Paul George, LaMarcus Aldridge og Giannis Antetokounmpo.Here's who our panelists selected as the Second Team All-Decade! https://t.co/w4mHtEFppkpic.twitter.com/La627ujFvS — NBA TV (@NBATV) August 5, 2019 With the 2010s era of the NBA coming to a close, we're looking back on the best of the decade that was. First up, the Third Team All-Decade! https://t.co/5qVj6nAVLqpic.twitter.com/c0VKCHPU3d — NBA TV (@NBATV) August 5, 2019 NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Áratugurinn 2010-2019 var gerður upp á dögunum hjá NBA-deildinni nú þegar styttist í það að 2019-20 tímabilið hefjist. NBA sjónvarpsstöðin valdi á dögunum lið áratugarins í NBA-deildinni en NBATV fékk nokkra valinkunna sérfræðinga til að velja sig þrjú úrvalslið fyrir árin 2010 til 2019. Valnefndin var mynduð að mönnum sem starfa hjá NBA.com og NBA TV og hafa það því að atvinnu sinni að framleiða efni um NBA körfuboltann. Í hverju liði voru tveir bakverðir og þrír framherjar eða miðherjar. LeBron James og Kevin Durant voru upp á sitt besta á þessum áratug, ferill Kobe Bryant og Dwyane Wade var að enda og ferlar manna eins og Anthony Davis og Giannis Antetokounmpo að byrja. Allt þetta þurfti valnefndarmeðlimir að meta og þeim tókst að setja saman þrjú úrvalslið, fyrsta, annað og þriðja. Í fyrsta úrvalsliðinu eru bakverðirnir Stephen Curry og James Harden og svo framherjarnir LeBron James, Kevin Durant og Kawhi Leonard.Presenting our panelists' picks for First Team All-Decade!https://t.co/w4mHtEFppkpic.twitter.com/ZoAG0Oa7fV — NBA TV (@NBATV) August 5, 2019 LeBron James og Kevin Durant voru kosnir í Stjörnuleik NBA öll tíu árin og þeir voru einnig valdir í úrvalslið NBA í öll skipti nema eitt þegar Durant var ekki valinn. Kevin Durant er með 28,0 stig, 7,4 fráköst og 4,4 stoðsendingar að meðaltali á áratugnum en LeBron James er með 26,9 stig, 7,7 fráköst og 7,6 stoðsendingar að meðaltali. Stephen Curry breytti NBA-deildinni á þessum árum með þriggja stiga skotum sínum og var tvisvar kosinn bestur en hann er með 23,5 stig í leik á áratugnum. James Harden fór úr því að vera besti sjötti maðurinn í að verða besti leikmaður deildarinnar og er með 24,3 stig í leik. Kawhi Leonard er með lökustu tölfræðin á þessum fimm en vann tvo titla með tveimur liðum þar sem hann var kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna í bæði skiptin. Hann var einnig valinn besti varnarmaðurinn tvisvar. Hér fyrir neðan má síðan sjá hvernig hin tvö úrvalsliðin líta út. Í öðru úrvalsliðinu eru bakverðirnir Chris Paul og Russell Westbrook ásamt þeim Anthony Davis, Blake Griffin og Carmelo Anthony. Í þriðja úrvalsliðinu eru svo bakverðirnir Dwyane Wade og Kobe Bryant ásamt þeim Paul George, LaMarcus Aldridge og Giannis Antetokounmpo.Here's who our panelists selected as the Second Team All-Decade! https://t.co/w4mHtEFppkpic.twitter.com/La627ujFvS — NBA TV (@NBATV) August 5, 2019 With the 2010s era of the NBA coming to a close, we're looking back on the best of the decade that was. First up, the Third Team All-Decade! https://t.co/5qVj6nAVLqpic.twitter.com/c0VKCHPU3d — NBA TV (@NBATV) August 5, 2019
NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira