Þessir voru valdir í lið áratugarins í NBA-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2019 16:45 Lið áratugarins 2010-2019. Samsett mynd/Twitter/@NBATV Áratugurinn 2010-2019 var gerður upp á dögunum hjá NBA-deildinni nú þegar styttist í það að 2019-20 tímabilið hefjist. NBA sjónvarpsstöðin valdi á dögunum lið áratugarins í NBA-deildinni en NBATV fékk nokkra valinkunna sérfræðinga til að velja sig þrjú úrvalslið fyrir árin 2010 til 2019. Valnefndin var mynduð að mönnum sem starfa hjá NBA.com og NBA TV og hafa það því að atvinnu sinni að framleiða efni um NBA körfuboltann. Í hverju liði voru tveir bakverðir og þrír framherjar eða miðherjar. LeBron James og Kevin Durant voru upp á sitt besta á þessum áratug, ferill Kobe Bryant og Dwyane Wade var að enda og ferlar manna eins og Anthony Davis og Giannis Antetokounmpo að byrja. Allt þetta þurfti valnefndarmeðlimir að meta og þeim tókst að setja saman þrjú úrvalslið, fyrsta, annað og þriðja. Í fyrsta úrvalsliðinu eru bakverðirnir Stephen Curry og James Harden og svo framherjarnir LeBron James, Kevin Durant og Kawhi Leonard.Presenting our panelists' picks for First Team All-Decade!https://t.co/w4mHtEFppkpic.twitter.com/ZoAG0Oa7fV — NBA TV (@NBATV) August 5, 2019 LeBron James og Kevin Durant voru kosnir í Stjörnuleik NBA öll tíu árin og þeir voru einnig valdir í úrvalslið NBA í öll skipti nema eitt þegar Durant var ekki valinn. Kevin Durant er með 28,0 stig, 7,4 fráköst og 4,4 stoðsendingar að meðaltali á áratugnum en LeBron James er með 26,9 stig, 7,7 fráköst og 7,6 stoðsendingar að meðaltali. Stephen Curry breytti NBA-deildinni á þessum árum með þriggja stiga skotum sínum og var tvisvar kosinn bestur en hann er með 23,5 stig í leik á áratugnum. James Harden fór úr því að vera besti sjötti maðurinn í að verða besti leikmaður deildarinnar og er með 24,3 stig í leik. Kawhi Leonard er með lökustu tölfræðin á þessum fimm en vann tvo titla með tveimur liðum þar sem hann var kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna í bæði skiptin. Hann var einnig valinn besti varnarmaðurinn tvisvar. Hér fyrir neðan má síðan sjá hvernig hin tvö úrvalsliðin líta út. Í öðru úrvalsliðinu eru bakverðirnir Chris Paul og Russell Westbrook ásamt þeim Anthony Davis, Blake Griffin og Carmelo Anthony. Í þriðja úrvalsliðinu eru svo bakverðirnir Dwyane Wade og Kobe Bryant ásamt þeim Paul George, LaMarcus Aldridge og Giannis Antetokounmpo.Here's who our panelists selected as the Second Team All-Decade! https://t.co/w4mHtEFppkpic.twitter.com/La627ujFvS — NBA TV (@NBATV) August 5, 2019 With the 2010s era of the NBA coming to a close, we're looking back on the best of the decade that was. First up, the Third Team All-Decade! https://t.co/5qVj6nAVLqpic.twitter.com/c0VKCHPU3d — NBA TV (@NBATV) August 5, 2019 NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sjá meira
Áratugurinn 2010-2019 var gerður upp á dögunum hjá NBA-deildinni nú þegar styttist í það að 2019-20 tímabilið hefjist. NBA sjónvarpsstöðin valdi á dögunum lið áratugarins í NBA-deildinni en NBATV fékk nokkra valinkunna sérfræðinga til að velja sig þrjú úrvalslið fyrir árin 2010 til 2019. Valnefndin var mynduð að mönnum sem starfa hjá NBA.com og NBA TV og hafa það því að atvinnu sinni að framleiða efni um NBA körfuboltann. Í hverju liði voru tveir bakverðir og þrír framherjar eða miðherjar. LeBron James og Kevin Durant voru upp á sitt besta á þessum áratug, ferill Kobe Bryant og Dwyane Wade var að enda og ferlar manna eins og Anthony Davis og Giannis Antetokounmpo að byrja. Allt þetta þurfti valnefndarmeðlimir að meta og þeim tókst að setja saman þrjú úrvalslið, fyrsta, annað og þriðja. Í fyrsta úrvalsliðinu eru bakverðirnir Stephen Curry og James Harden og svo framherjarnir LeBron James, Kevin Durant og Kawhi Leonard.Presenting our panelists' picks for First Team All-Decade!https://t.co/w4mHtEFppkpic.twitter.com/ZoAG0Oa7fV — NBA TV (@NBATV) August 5, 2019 LeBron James og Kevin Durant voru kosnir í Stjörnuleik NBA öll tíu árin og þeir voru einnig valdir í úrvalslið NBA í öll skipti nema eitt þegar Durant var ekki valinn. Kevin Durant er með 28,0 stig, 7,4 fráköst og 4,4 stoðsendingar að meðaltali á áratugnum en LeBron James er með 26,9 stig, 7,7 fráköst og 7,6 stoðsendingar að meðaltali. Stephen Curry breytti NBA-deildinni á þessum árum með þriggja stiga skotum sínum og var tvisvar kosinn bestur en hann er með 23,5 stig í leik á áratugnum. James Harden fór úr því að vera besti sjötti maðurinn í að verða besti leikmaður deildarinnar og er með 24,3 stig í leik. Kawhi Leonard er með lökustu tölfræðin á þessum fimm en vann tvo titla með tveimur liðum þar sem hann var kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna í bæði skiptin. Hann var einnig valinn besti varnarmaðurinn tvisvar. Hér fyrir neðan má síðan sjá hvernig hin tvö úrvalsliðin líta út. Í öðru úrvalsliðinu eru bakverðirnir Chris Paul og Russell Westbrook ásamt þeim Anthony Davis, Blake Griffin og Carmelo Anthony. Í þriðja úrvalsliðinu eru svo bakverðirnir Dwyane Wade og Kobe Bryant ásamt þeim Paul George, LaMarcus Aldridge og Giannis Antetokounmpo.Here's who our panelists selected as the Second Team All-Decade! https://t.co/w4mHtEFppkpic.twitter.com/La627ujFvS — NBA TV (@NBATV) August 5, 2019 With the 2010s era of the NBA coming to a close, we're looking back on the best of the decade that was. First up, the Third Team All-Decade! https://t.co/5qVj6nAVLqpic.twitter.com/c0VKCHPU3d — NBA TV (@NBATV) August 5, 2019
NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sjá meira