Tvíeggjað sverð Ólöf Skaftadóttir skrifar 7. ágúst 2019 07:30 Oft er sagt að einn maður hafi bjargað Íslendingum úr hruninu og að það hafi verið ferðamaðurinn. Sviptingar á markaði undanfarið valda áhyggjum. Fall WOW air réði þar mestu. Ferðamönnum fækkaði um 17 prósent í júlí miðað við síðasta ár. Góðu fréttirnar eru að þrátt fyrir fall WOW dvelja ferðamenn hér lengur og hver og einn eyðir meiru. Samt berjast mörg fyrirtæki í greininni í bökkum. Umræðan vill stundum bera þann keim að í ferðaþjónustu fari mikið fyrir græðgi. Ef félög greiði sér arð sé það af hinu illa og skerði hag launafólks. Þetta er misskilningur. Afleiðingar þess að fyrirtæki skili ekki hagnaði eru að forsendur rekstursins bresta líkt og við sáum hjá WOW air. Þá missir fólk vinnuna og allir tapa. Það að fyrirtæki í ferðaþjónustu, eða öðrum atvinnugreinum, skili hagnaði ætti að vera keppikefli fyrir alla. Erlend bókunarfyrirtæki eru líklega mikilvægasti aðilinn í íslenskri ferðaþjónustu. Það sem ekki allir vita er að bókunarsíðurnar, á borð við Booking og Expedia, taka á bilinu 15 til 30 prósenta þóknun til sín af verði þeirrar þjónustu sem er keypt. Fyrirtækin starfa í langflestum greinum ferðaþjónustu á Íslandi. Borga vitaskuld hvorki skatta né skyldur hér á landi, en hafa veigamiklu hlutverki að gegna – skapa grunn svo hægt sé að skipuleggja og kaupa heilu ferðirnar með einum músarsmelli, hvar sem er á hnettinum. Bókunarfyrirtækin eru fyrirferðarmikil í gistiþjónustu. Tölur sýna að þóknanatekjur vegna gististarfsemi til bókunarþjónusta hafi verið rúmlega fimm milljarðar á síðasta ári. Bókunarfyrirtækin setja svo fyrirtækjum í gistiþjónustu ýmsa skilmála, eins og þá að geta refsað hótelum ef þau bjóða lægra verð annars staðar á netinu. Þannig verður til ákveðinn vítahringur; hálfgert ofbeldissamband. Fyrirkomulagið er tvíeggjað sverð. Bókunarþjónustur hafa þrátt fyrir allt nýst gististöðum, sérstaklega þeim minni, í að ná til viðskiptavina. Íslensku gististaðirnir þyrftu að leggja meira í markaðsstarf ef Booking nyti ekki við. Þá má spyrja sig að því hvort gistimarkaðurinn hefði verið í stakk búinn til að takast á við þá gríðarlegu aukningu ferðamanna sem varð hér á landi án liðsinnis þjónustanna sem gera nánast hverjum sem er kleift að setja upp gistiheimili, tengja sig bókunarþjónustu og á augabragði geta selt gistinótt. Hagnaður hótelanna hefur dregist saman undanfarin ár. Það má að vissu leyti rekja til uppgangs heimagistingar, á borð við Airbnb, þótt dregið hafi úr slíku á allra síðustu mánuðum. Launakostnaður er hár – hjá stærstu hótelkeðjunum á bilinu 33 til 47 prósent hlutfall af veltunni. Húsnæðið kostar svo sitt, hefðbundin vaxtagjöld og afborganir; skattar og skyldur. Það gefur augaleið að eftir miklu er að slægjast fyrir hóteleigendur að minnka umsvif bókunarþjónustanna og selja sem mest milliliðalaust. Hvernig á að fara að því er svo annað mál. Sem fyrr á sá kvölina sem á völina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Ólöf Skaftadóttir WOW Air Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Sjá meira
Oft er sagt að einn maður hafi bjargað Íslendingum úr hruninu og að það hafi verið ferðamaðurinn. Sviptingar á markaði undanfarið valda áhyggjum. Fall WOW air réði þar mestu. Ferðamönnum fækkaði um 17 prósent í júlí miðað við síðasta ár. Góðu fréttirnar eru að þrátt fyrir fall WOW dvelja ferðamenn hér lengur og hver og einn eyðir meiru. Samt berjast mörg fyrirtæki í greininni í bökkum. Umræðan vill stundum bera þann keim að í ferðaþjónustu fari mikið fyrir græðgi. Ef félög greiði sér arð sé það af hinu illa og skerði hag launafólks. Þetta er misskilningur. Afleiðingar þess að fyrirtæki skili ekki hagnaði eru að forsendur rekstursins bresta líkt og við sáum hjá WOW air. Þá missir fólk vinnuna og allir tapa. Það að fyrirtæki í ferðaþjónustu, eða öðrum atvinnugreinum, skili hagnaði ætti að vera keppikefli fyrir alla. Erlend bókunarfyrirtæki eru líklega mikilvægasti aðilinn í íslenskri ferðaþjónustu. Það sem ekki allir vita er að bókunarsíðurnar, á borð við Booking og Expedia, taka á bilinu 15 til 30 prósenta þóknun til sín af verði þeirrar þjónustu sem er keypt. Fyrirtækin starfa í langflestum greinum ferðaþjónustu á Íslandi. Borga vitaskuld hvorki skatta né skyldur hér á landi, en hafa veigamiklu hlutverki að gegna – skapa grunn svo hægt sé að skipuleggja og kaupa heilu ferðirnar með einum músarsmelli, hvar sem er á hnettinum. Bókunarfyrirtækin eru fyrirferðarmikil í gistiþjónustu. Tölur sýna að þóknanatekjur vegna gististarfsemi til bókunarþjónusta hafi verið rúmlega fimm milljarðar á síðasta ári. Bókunarfyrirtækin setja svo fyrirtækjum í gistiþjónustu ýmsa skilmála, eins og þá að geta refsað hótelum ef þau bjóða lægra verð annars staðar á netinu. Þannig verður til ákveðinn vítahringur; hálfgert ofbeldissamband. Fyrirkomulagið er tvíeggjað sverð. Bókunarþjónustur hafa þrátt fyrir allt nýst gististöðum, sérstaklega þeim minni, í að ná til viðskiptavina. Íslensku gististaðirnir þyrftu að leggja meira í markaðsstarf ef Booking nyti ekki við. Þá má spyrja sig að því hvort gistimarkaðurinn hefði verið í stakk búinn til að takast á við þá gríðarlegu aukningu ferðamanna sem varð hér á landi án liðsinnis þjónustanna sem gera nánast hverjum sem er kleift að setja upp gistiheimili, tengja sig bókunarþjónustu og á augabragði geta selt gistinótt. Hagnaður hótelanna hefur dregist saman undanfarin ár. Það má að vissu leyti rekja til uppgangs heimagistingar, á borð við Airbnb, þótt dregið hafi úr slíku á allra síðustu mánuðum. Launakostnaður er hár – hjá stærstu hótelkeðjunum á bilinu 33 til 47 prósent hlutfall af veltunni. Húsnæðið kostar svo sitt, hefðbundin vaxtagjöld og afborganir; skattar og skyldur. Það gefur augaleið að eftir miklu er að slægjast fyrir hóteleigendur að minnka umsvif bókunarþjónustanna og selja sem mest milliliðalaust. Hvernig á að fara að því er svo annað mál. Sem fyrr á sá kvölina sem á völina.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun