Körfubolti

Ægir hitti í körfuna yfir allan völlinn og hér er sönnunin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ægir Þór Steinarsson fagnar með þjálfara sínum hjá Stjörnunni Arnari Guðjónssyni.
Ægir Þór Steinarsson fagnar með þjálfara sínum hjá Stjörnunni Arnari Guðjónssyni. Vísir/Bára
Íslenski landsliðsbakvörðurinn Ægir Þór Steinarsson er greinilega með miðið sitt stillt fyrir leikinn á móti Portúgal í kvöld í undankeppni EM í körfubolta sem fer fram árið 2021.

Ægir hitti nefnilega í körfuna yfir allan völlinn á æfingu íslenska liðsins í gær.

Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, deildi þessari ótrúlegu körfu Ægis á fésbókinni. Skot hans Ægis náðist nefnilega á myndband eins og sjá má hér fyrir neðan. Myndbandið tók Kristinn Geir Pálsson, starfsmaður KKÍ, sem er með íslenska liðinu út í Portúgal.



Leikurinn á móti Portúgal hefst klukkan 17.30 í kvöld að íslenskum tíma en þetta er fyrstu leikur íslenska liðsins í riðlinum. Þriðja liðið í riðlinum er síðan Sviss en Svisslendingar koma síðan í Laugardalshöllina á laugardaginn.

Liðin spila heima og að heiman í þessum ágústmánuði og það lið sem vinnur riðilinn tryggir sér sæti í næstu umferð undankeppni EM 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×