Mættu í vitlausum búningi og þurftu að gefa leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 09:30 Argentínsku stelpurnar fylgjast með leik liðsfélaga sinna á bekknum. AP Photo/Martin Mejia Búningastjórar eru ekki til staðar hjá öllum liðum og væntanlega ekki hjá kvennalandsliði Argentínu í körfubolta. Það breytist kannski eftir uppákomu gærdagsins á Pan-Am leikunum. Argentínska kvennalandsliðið þurfti nefnilega að gefa leik sinn á móti Kólumbíu í gær af því að leikmenn liðsins mættu í vitlausum búningi. Pan-Am leikarnir eru íþróttaleikar allra Ameríkuþjóðanna og settir upp á svipaðan hátt og Ólympíuleikar. Þeir fara fram á fjögurra á fresti og eru á árinu á undan Sumarólympíuleikunum. Að þessu sinni fara þeir fram í Lima í Perú en síðast voru þeir í Toronto í Kanada. Argentínumenn áttu að spila í hvítu í þessum leik í riðlakeppni leikanna en mættu í bláum búningi eins og kólumbísku stelpurnar voru í.Argentina forfeit Pan-Am basketball game after wearing wrong colour jerseys https://t.co/GlcxkYqn4n — Guardian sport (@guardian_sport) August 8, 2019Argentínska liðið fékk fimmtán mínútur til að finna rétta búninginn og skipta en tókst það ekki. Niðurstaðan var því að Kólumbíu var dæmdur 20-0 sigur. Argentínsku stelpurnar höfðu tapað fyrsta leik sínum á móti Bandaríkjunum og þetta „tap“ þýðir að liðið á ekki möguleika á því að spila um verðlaun á mótinu. Þessi vandræðalega uppákoma hafði strax miklar afleiðingar því framkvæmdastjóri þróunarmála í kvennakörfu hjá argentínska sambandinu, Karina Rodriguez, sagði af sér og það gerði einnig, Hernan Amaya, liðstjóri argentínska liðsins. „Þetta er sorglegasti dagurinn á mínum ferli. Ég tek fulla ábyrgð á því sem gerðist,“ sagði Hernan Amaya. Argentínska landsliðið átti eftir einn leik á mótinu en liðið mætti Jómfrúaeyjum í dag. Argentína varr skráð heimalið í leiknum og átti því að mæta í hvítu. Þær gerðu það sem betur fer. Körfubolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira
Búningastjórar eru ekki til staðar hjá öllum liðum og væntanlega ekki hjá kvennalandsliði Argentínu í körfubolta. Það breytist kannski eftir uppákomu gærdagsins á Pan-Am leikunum. Argentínska kvennalandsliðið þurfti nefnilega að gefa leik sinn á móti Kólumbíu í gær af því að leikmenn liðsins mættu í vitlausum búningi. Pan-Am leikarnir eru íþróttaleikar allra Ameríkuþjóðanna og settir upp á svipaðan hátt og Ólympíuleikar. Þeir fara fram á fjögurra á fresti og eru á árinu á undan Sumarólympíuleikunum. Að þessu sinni fara þeir fram í Lima í Perú en síðast voru þeir í Toronto í Kanada. Argentínumenn áttu að spila í hvítu í þessum leik í riðlakeppni leikanna en mættu í bláum búningi eins og kólumbísku stelpurnar voru í.Argentina forfeit Pan-Am basketball game after wearing wrong colour jerseys https://t.co/GlcxkYqn4n — Guardian sport (@guardian_sport) August 8, 2019Argentínska liðið fékk fimmtán mínútur til að finna rétta búninginn og skipta en tókst það ekki. Niðurstaðan var því að Kólumbíu var dæmdur 20-0 sigur. Argentínsku stelpurnar höfðu tapað fyrsta leik sínum á móti Bandaríkjunum og þetta „tap“ þýðir að liðið á ekki möguleika á því að spila um verðlaun á mótinu. Þessi vandræðalega uppákoma hafði strax miklar afleiðingar því framkvæmdastjóri þróunarmála í kvennakörfu hjá argentínska sambandinu, Karina Rodriguez, sagði af sér og það gerði einnig, Hernan Amaya, liðstjóri argentínska liðsins. „Þetta er sorglegasti dagurinn á mínum ferli. Ég tek fulla ábyrgð á því sem gerðist,“ sagði Hernan Amaya. Argentínska landsliðið átti eftir einn leik á mótinu en liðið mætti Jómfrúaeyjum í dag. Argentína varr skráð heimalið í leiknum og átti því að mæta í hvítu. Þær gerðu það sem betur fer.
Körfubolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira