Körfubolti

Unnu 58 stiga sigur í lokaumferð riðlakeppninnar á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska U-18 ára liðið.
Íslenska U-18 ára liðið. mynd/kkí
Ísland rústaði Lúxemborg, 96-38, í lokaleik sínum í C-riðli í B-deild Evrópumóts U-18 ára í Rúmeníu í dag.

Íslendingar voru aðeins einu stigi yfir eftir 1. leikhluta, 18-17, en síðustu þrír leikhlutarnir voru afar ójafnir.

Ísland var tólf stigum yfir í hálfleik, 37-25, og í seinni hálfleik breikkaði bilið mikið. Íslendingar unnu seinni hálfleikinn 59-13 og leikinn með 58 stiga mun, 96-38.

Þórsarinn Júlíus Orri Ágústsson var atkvæðamestur í íslenska liðinu með 15 stig, tíu fráköst, átta stoðsendingar og sex stolna bolta.

Dúi Þór Jónsson skoraði 13 stig og Hilmir Hallgrímsson tólf. Bróðir Hilmis, Hugi Hallgrímsson, skoraði ellefu stig líkt og Sveinn Birgisson og Þorvaldur Árnason.

Ísland endaði í 4. sæti C-riðils og leikur um sæti 9-16. Ekki liggur enn fyrir hver næsti andstæðingur Íslendinga verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×