Sport

Guðbjörg Jóna lenti í fjórða sæti

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hefur átt mjög gott sumar
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hefur átt mjög gott sumar mynd/frí

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í fjórða sæti í 200m hlaupi á Evrópumeistaramóti U20 í frjálsum íþróttum í Svíþjóð í dag.

Guðbjörg kom í mark á 23,64 sekúndum sem er sekúndubroti hægara en í undanúrslitunum í morgun.

Það var einnig munurinn á þriðja og fjórða sætinu, Lucie Ferauge sem varð þriðja hljóp á 23,63 sekúndum, og var Guðbjörg því hársbreidd frá verðlaunasæti.

Amy Hunt var með langbesta tíman inn í úrslitin og vann hún hlaupið örugglega. Hún hljóp á 22,94 sekúndum, sem er um hálfri sekúndu lakari tími en hennar besti árangur. Í öðru sæti varð Gemima Joseph á 23,60.

Besti tími Guðbjargar, sem er Íslandsmet, í greininni er 23,45 sekúndur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.