Sport

Guðbjörg Jóna lenti í fjórða sæti

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hefur átt mjög gott sumar
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hefur átt mjög gott sumar mynd/frí
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í fjórða sæti í 200m hlaupi á Evrópumeistaramóti U20 í frjálsum íþróttum í Svíþjóð í dag.

Guðbjörg kom í mark á 23,64 sekúndum sem er sekúndubroti hægara en í undanúrslitunum í morgun.

Það var einnig munurinn á þriðja og fjórða sætinu, Lucie Ferauge sem varð þriðja hljóp á 23,63 sekúndum, og var Guðbjörg því hársbreidd frá verðlaunasæti.

Amy Hunt var með langbesta tíman inn í úrslitin og vann hún hlaupið örugglega. Hún hljóp á 22,94 sekúndum, sem er um hálfri sekúndu lakari tími en hennar besti árangur. Í öðru sæti varð Gemima Joseph á 23,60.

Besti tími Guðbjargar, sem er Íslandsmet, í greininni er 23,45 sekúndur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×