Sport

Hlynur bætti eigið met

Hjörvar Ólafsson skrifar
Hlyn­ur Andrés­son.
Hlyn­ur Andrés­son. Mynd/FRÍ

Langhlaup­ar­inn Hlyn­ur Andrés­son sem hleypur fyrir ÍR bætti um helgina eigið Íslands­met í 5.000 metra hlaupi þegar hann hljóp á móti í Belg­íu. Fyrra met Hlyns hafði staðið í 15 mánuði.

Hlaupið var í fjór­um riðlum á mótinu og hafnaði Hlyn­ur í ní­unda sæti í sín­um riðli á tím­an­um 13:57,89 mín­út­um. Fyrra met hans var sett í Banda­ríkj­un­um í apríl í fyrra og var 13:58,91 mín­út­ur.

Þetta er í þriðja sinn sem Hlyn­ur bæt­ir Íslands­metið í grein­inni en hann bætti sjö ára gamalt met Kára Steins Karlssonar í apríl árið 2018. Þá hljóp hann á 14:00,83 mínútum en met Kára Steins var 14:01,99 mín­út­ur.

Hlynur á einnig Íslandsmetin í 10.000 metra hlaupi, 29:20,92 mínútum, og 10 kílómetra götuhlaupi 29:49 mínútur en hann bætti einnig met Kára Steins í 10.000 metra hlaupi. Íslandsmetið í 10 kílómetra götuhlaupi var hins vegar 36 ára gamalt Íslandsmet Jóns Diðrikssonar. 

Þá á hann einnig Íslandsmetið í 3.000 metra hindrunarhlaupi 8:44,11 mínútur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.