Reyna að bjarga togaranum Orlik í Njarðvíkurhöfn Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júlí 2019 08:37 Togarinn Orlik hefur legið við höfn í Njarðvík síðan snemma árs 2014. Hér sést Orlik úr lofti fyrir miðju á mynd. Vísir/Vilhelm Mikill leki kom upp í togaranum Orlik, sem legið hefur við bryggju í Njarðvík í um fimm ár, í gærkvöldi. Björgunaraðgerðir hafa staðið yfir í nótt þar sem reynt er að forða því að togarinn sökkvi. Greint er frá málinu á vef Víkurfrétta. Í frétt Víkurfrétta segir að Sigurður Stefánsson hjá Köfunarþjónustu Sigurðar hafi fyrstur orðið var við að Orlik væri að sökkva. Haft er eftir Sigurði að hann sé kunnugur skipinu, hafi haft með því eftirlit og kannað aðstæður um borð í síðustu viku. Þá hafi verið allt með felldu. Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri Reykjaneshafna segir í samtali við Vísi að búið sé að ná tökum á ástandinu. Þannig sé búið að finna gatið sem olli því að sjór komst í skipið og loka því en togarinn er afar ryðgaður og illa farinn. Töluverður viðbúnaður var á vettvangi í nótt að sögn Halldórs en á vef Víkurfrétta segir að starfsmenn Reykjaneshafnar hafi verið kallaðir til, auk þess sem fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja fylgist með aðgerðum við höfnina. Dregin hefur verið mengunarvarnargirðing umhverfis skipið, sem Halldór segir að muni koma í veg fyrir að olía sem leki úr skipinu dreifi sér. Hann býst við því að aðgerðum í höfninni ljúki eftir nokkrar klukkustundir. Þá staðfestir Halldór að staðið hafi til að rífa togarann hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Í umfjöllun Víkurfrétta frá árinu 2016 kemur fram að Orlik, sem er rússneskur togari í eigu Hringrásar, hafi legið við landfestar í Njarðvík síðan snemma árs 2014. Togarinn er jafnframt sagður „samfélagsvandamál“ en ekki fékkst leyfi til að rífa hann niður í brotajárn þar sem í honum var að finna bæði spilliefni og asbest. Þá hafi hann orðið leiksvæði ungmenna og fullorðið fólk orðið uppvíst að því að fara um borð undir áhrifum áfengis.Orlik séður úr lofti.Vísir/Vilhelm Reykjanesbær Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Mikill leki kom upp í togaranum Orlik, sem legið hefur við bryggju í Njarðvík í um fimm ár, í gærkvöldi. Björgunaraðgerðir hafa staðið yfir í nótt þar sem reynt er að forða því að togarinn sökkvi. Greint er frá málinu á vef Víkurfrétta. Í frétt Víkurfrétta segir að Sigurður Stefánsson hjá Köfunarþjónustu Sigurðar hafi fyrstur orðið var við að Orlik væri að sökkva. Haft er eftir Sigurði að hann sé kunnugur skipinu, hafi haft með því eftirlit og kannað aðstæður um borð í síðustu viku. Þá hafi verið allt með felldu. Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri Reykjaneshafna segir í samtali við Vísi að búið sé að ná tökum á ástandinu. Þannig sé búið að finna gatið sem olli því að sjór komst í skipið og loka því en togarinn er afar ryðgaður og illa farinn. Töluverður viðbúnaður var á vettvangi í nótt að sögn Halldórs en á vef Víkurfrétta segir að starfsmenn Reykjaneshafnar hafi verið kallaðir til, auk þess sem fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja fylgist með aðgerðum við höfnina. Dregin hefur verið mengunarvarnargirðing umhverfis skipið, sem Halldór segir að muni koma í veg fyrir að olía sem leki úr skipinu dreifi sér. Hann býst við því að aðgerðum í höfninni ljúki eftir nokkrar klukkustundir. Þá staðfestir Halldór að staðið hafi til að rífa togarann hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Í umfjöllun Víkurfrétta frá árinu 2016 kemur fram að Orlik, sem er rússneskur togari í eigu Hringrásar, hafi legið við landfestar í Njarðvík síðan snemma árs 2014. Togarinn er jafnframt sagður „samfélagsvandamál“ en ekki fékkst leyfi til að rífa hann niður í brotajárn þar sem í honum var að finna bæði spilliefni og asbest. Þá hafi hann orðið leiksvæði ungmenna og fullorðið fólk orðið uppvíst að því að fara um borð undir áhrifum áfengis.Orlik séður úr lofti.Vísir/Vilhelm
Reykjanesbær Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira