Körfubolti

Ísland á möguleik á riðli með Finnlandi, Georgíu og Serbíu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Martin Hermannsson er lykilmaður í íslenska landsliðinu
Martin Hermannsson er lykilmaður í íslenska landsliðinu vísir/bára

Ísland mætir Finnlandi, Georgíu og Serbíu í undankeppni EM í körfubolta takist liðinu að vinna sinn riðil í forkeppninni.

Í dag var dregið í riðla fyrir undankeppnina en í henni eru 32 þjóðir í átta fjögurra landa riðlum.

EM 2021 fer fram í Tékklandi, Georgíu, Þýskalandi og Ítalíu og eru allar þessar þjóðir komnar með þátttökurétt í mótinu. Þrjú efstu lið hvers riðils fara áfram, fyrir utan í riðlum þátttökuþjóðanna, þar eru það tvö efstu liðin sem ekki eru komin með sæti á mótinu.

Ísland myndi því berjast við Finnland og Serbíu um tvö sæti.

Áður en að þessari undankeppni kemur þarf Ísland hins vegar að komast í gegnum forkeppnina sem leikin er í ágúst. Þar er Ísland í riðli með Sviss og Portúgal og keppast þau um eitt laust sæti í undankeppninni.

Fyrsti leikur Íslands í forkeppninni er við Portúgal ytra 7. ágúst.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.