Körfubolti

Ísland á möguleik á riðli með Finnlandi, Georgíu og Serbíu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Martin Hermannsson er lykilmaður í íslenska landsliðinu
Martin Hermannsson er lykilmaður í íslenska landsliðinu vísir/bára
Ísland mætir Finnlandi, Georgíu og Serbíu í undankeppni EM í körfubolta takist liðinu að vinna sinn riðil í forkeppninni.Í dag var dregið í riðla fyrir undankeppnina en í henni eru 32 þjóðir í átta fjögurra landa riðlum.EM 2021 fer fram í Tékklandi, Georgíu, Þýskalandi og Ítalíu og eru allar þessar þjóðir komnar með þátttökurétt í mótinu. Þrjú efstu lið hvers riðils fara áfram, fyrir utan í riðlum þátttökuþjóðanna, þar eru það tvö efstu liðin sem ekki eru komin með sæti á mótinu.Ísland myndi því berjast við Finnland og Serbíu um tvö sæti.Áður en að þessari undankeppni kemur þarf Ísland hins vegar að komast í gegnum forkeppnina sem leikin er í ágúst. Þar er Ísland í riðli með Sviss og Portúgal og keppast þau um eitt laust sæti í undankeppninni.Fyrsti leikur Íslands í forkeppninni er við Portúgal ytra 7. ágúst.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.