Lentu í ævintýrum á leið á EM: Aukanótt í Amsterdam Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2019 10:00 Íslenska átján ára landsliðið sem keppti á NM fyrr í sumar. Mynd/KKÍ Íslenska átján ára landsliðið í körfubolta hefur í dag leik á Evrópumótinu en liðið leikur í b-deildinni sem fer fram í borginni Oradea í Rúmeníu. Íslensku strákarnir lentu í miklum ævintýrum á leið sinni til Rúmeníu. Vegna tafa á flugi frá Íslandi misstu þeir af tengiflugi sínu og dvöldu því aukanótt í Amsterdam í fyrradag. Að auki voru öll flug í gær felld niður frá Amsterdam vegna bilunar á flugvellinum sem flækti málið en frekar þegar búið að var leysa upprunalega vandamálið. KKÍ segir frá þessu í fréttatilkynningu um mótið en þar kemur líka fram að þetta bjargaðist á endanum eftir í dag með dyggri aðstoð Icelandair og Soffíu Helgadóttur, starfsmanns VITA, sem var ómetanleg í aðstoð við liðið í þessum raunum. Í gær héldu þeir áfram til Rúmeníu eins og áður segir en mótið sjálft hefst svo á riðlakeppninni núna í dag, föstudag með fyrsta leik gegn Bosníu kl. 11:00 að íslenskum tíma. Ísland leikur í C-riðli með Bosníu, Ísrael, Lúxemborg, Tékklandi og Noregi. Eftir leiki í riðlinum taka svo við leikir í úrslitum og um sæti. Liðið þurfti líka að kalla á nýjan aðstoðarþjálfara og nýjan leikmann í aðdraganda mótsins. Í vetur var valinn 12 manna lið og varamenn einnig sem hafa hæft með liðinu. Skömmu fyrir brottför meiddist Ingimundur Orri Jóhannsson frá Stjörnunni og þurfti hann að þeim sökum að draga sig úr liðinu fyrir EM vegna meiðslanna en hann lék með liðinu á NM í Finnlandi í júní og kom Einar Þorsteinn Ólafsson frá Val inn í liðið í hans stað. Þá kom Benedikt Guðmundsson einnig inn í teymið sem aðstoðarþjálfari þar sem Baldur Þór Ragnarsson, sem hefur verið aðstoðarþjálfari U18 drengja, er í verkefni með A-landsliði karla á næstu vikum.U18 drengja: Ástþór Atli Svalason · Valur Benóný Svanur Sigurðsson · ÍR Dúi Þór Jónsson · Stjarnan Einar Þorsteinn Ólafsson · Valur Friðrik Anton Jónsson · Stjarnan Hilmir Hallgrímsson · Vestri Hugi Hallgrímsson · Vestri Júlíus Orri Ágústsson · Þór Akureyri Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn Sveinn Búi Birgisson · KR Veigar Páll Alexandersson · Njarðvík Þorvaldur Orri Árnason · KRÞjálfari: Ingi Þór SteinþórssonAðstoðarþjálfarar: Benedikt Guðmundsson og Þórarinn FriðrikssonSjúkraþjálfari: Stefán Magni Árnason Körfubolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira
Íslenska átján ára landsliðið í körfubolta hefur í dag leik á Evrópumótinu en liðið leikur í b-deildinni sem fer fram í borginni Oradea í Rúmeníu. Íslensku strákarnir lentu í miklum ævintýrum á leið sinni til Rúmeníu. Vegna tafa á flugi frá Íslandi misstu þeir af tengiflugi sínu og dvöldu því aukanótt í Amsterdam í fyrradag. Að auki voru öll flug í gær felld niður frá Amsterdam vegna bilunar á flugvellinum sem flækti málið en frekar þegar búið að var leysa upprunalega vandamálið. KKÍ segir frá þessu í fréttatilkynningu um mótið en þar kemur líka fram að þetta bjargaðist á endanum eftir í dag með dyggri aðstoð Icelandair og Soffíu Helgadóttur, starfsmanns VITA, sem var ómetanleg í aðstoð við liðið í þessum raunum. Í gær héldu þeir áfram til Rúmeníu eins og áður segir en mótið sjálft hefst svo á riðlakeppninni núna í dag, föstudag með fyrsta leik gegn Bosníu kl. 11:00 að íslenskum tíma. Ísland leikur í C-riðli með Bosníu, Ísrael, Lúxemborg, Tékklandi og Noregi. Eftir leiki í riðlinum taka svo við leikir í úrslitum og um sæti. Liðið þurfti líka að kalla á nýjan aðstoðarþjálfara og nýjan leikmann í aðdraganda mótsins. Í vetur var valinn 12 manna lið og varamenn einnig sem hafa hæft með liðinu. Skömmu fyrir brottför meiddist Ingimundur Orri Jóhannsson frá Stjörnunni og þurfti hann að þeim sökum að draga sig úr liðinu fyrir EM vegna meiðslanna en hann lék með liðinu á NM í Finnlandi í júní og kom Einar Þorsteinn Ólafsson frá Val inn í liðið í hans stað. Þá kom Benedikt Guðmundsson einnig inn í teymið sem aðstoðarþjálfari þar sem Baldur Þór Ragnarsson, sem hefur verið aðstoðarþjálfari U18 drengja, er í verkefni með A-landsliði karla á næstu vikum.U18 drengja: Ástþór Atli Svalason · Valur Benóný Svanur Sigurðsson · ÍR Dúi Þór Jónsson · Stjarnan Einar Þorsteinn Ólafsson · Valur Friðrik Anton Jónsson · Stjarnan Hilmir Hallgrímsson · Vestri Hugi Hallgrímsson · Vestri Júlíus Orri Ágústsson · Þór Akureyri Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn Sveinn Búi Birgisson · KR Veigar Páll Alexandersson · Njarðvík Þorvaldur Orri Árnason · KRÞjálfari: Ingi Þór SteinþórssonAðstoðarþjálfarar: Benedikt Guðmundsson og Þórarinn FriðrikssonSjúkraþjálfari: Stefán Magni Árnason
Körfubolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira