Átti erfitt með að trúa því að hún hefði sett heimsmet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2019 12:30 Dalilah Muhammad eftir hlaupið þar sem hún sló sextán ára gamalt heimsmet. Getty/Jamie Squire Dalilah Muhammad sló sextán ára heimsmet í gær á bandaríska meistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fór fram í Des Moines í Iowa fylki. Dalilah Muhammad kom í mark í 400 metra grindahlaupi á 52,20 sekúndum en hún setti heimsmetið þótt að það hafi verið grenjandi rigning. Gamla heimsmetið átti Rússinn Yuliya Pechonkina sem hljóp á 52,34 sekúndum í ágústbyrjun 2003. „Ég trúi þessu ekki,“ sagði Dalilah Muhammad eftir hlaupið. „Mér líður ótrúlega vel. Ég er ánægð með að hafa tryggt mér sæti í liði og svo ánægð með stelpurnar sem ætla að hlaupa með mér í 400 metra grindahlaupinu á HM,“ sagði Dalilah Muhammad.Dalilah Muhammad on setting a world record in the 400-meter hurdles: "I can’t even believe it. ... Man, I’m just shocked. I don’t think it’s hit me yet." https://t.co/geteYUAHxq — USA TODAY Sports (@usatodaysports) July 29, 2019„En heimsmet? Ég er eiginlega bara í sjokki. Ég er ekki búin að átta mig á þessu enn þá,“ sagði Dalilah Muhammad. „Við höfum allar verið að berjast um þessu þrjú lausu sæti á HM. Við höfum verið að drífa hverja aðra áfram, bæði andlega og líkamlega. Við vitum hvað við getum og við viljum verða bestar. Við allir viljum vinna og keppa fyrir hönd Bandaríkjanna,“ sagði Muhammad. Það má sjá heimsmetshlaupið hennar hér fyrir neðan.History brought to you by @DalilahMuhammad 16-year-old world record in the 400m hurdles SHATTERED #ToyotaUSATFOutdoorspic.twitter.com/PRA84DEmhj — Team USA (@TeamUSA) July 29, 2019 Dalilah Muhammad er ríkjandi Ólympíumeistari í greininni frá því í Ríó 2016 en hún er orðin 29 ára gömul. Hún var að reyna að tryggja sér þátttökurétt á HM í . Muhammad hefur enn ekki unnið HM-gull en endaði í öðru sæti á bæði HM 2013 og HM 2017. Næsta heimsmeistaramóti fer fram í Doha í Katar frá 27. september til 6. október næstkomandi og þar er hún svo sannarlega sigurstrangleg. Árangur Muhammad er kannski enn merkilegri fyrir það að hún datt á dögunum og fékk léttvægan heilahristing. Hún æfði því mjög takmarkað fyrir mótið. Hún segir þó vitað að hún gæti hlaupið svona hratt því hún hefði náð því æfingum. Muhammad hljóp á 54,22 sekúndum í undanúrslitunum og stakk síðan alla af eftir 200 metra í úrslitahlaupinu.Dalilah Muhammad með heimsmetstímann á töflunni.Getty/Andy Lyons Frjálsar íþróttir Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
Dalilah Muhammad sló sextán ára heimsmet í gær á bandaríska meistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fór fram í Des Moines í Iowa fylki. Dalilah Muhammad kom í mark í 400 metra grindahlaupi á 52,20 sekúndum en hún setti heimsmetið þótt að það hafi verið grenjandi rigning. Gamla heimsmetið átti Rússinn Yuliya Pechonkina sem hljóp á 52,34 sekúndum í ágústbyrjun 2003. „Ég trúi þessu ekki,“ sagði Dalilah Muhammad eftir hlaupið. „Mér líður ótrúlega vel. Ég er ánægð með að hafa tryggt mér sæti í liði og svo ánægð með stelpurnar sem ætla að hlaupa með mér í 400 metra grindahlaupinu á HM,“ sagði Dalilah Muhammad.Dalilah Muhammad on setting a world record in the 400-meter hurdles: "I can’t even believe it. ... Man, I’m just shocked. I don’t think it’s hit me yet." https://t.co/geteYUAHxq — USA TODAY Sports (@usatodaysports) July 29, 2019„En heimsmet? Ég er eiginlega bara í sjokki. Ég er ekki búin að átta mig á þessu enn þá,“ sagði Dalilah Muhammad. „Við höfum allar verið að berjast um þessu þrjú lausu sæti á HM. Við höfum verið að drífa hverja aðra áfram, bæði andlega og líkamlega. Við vitum hvað við getum og við viljum verða bestar. Við allir viljum vinna og keppa fyrir hönd Bandaríkjanna,“ sagði Muhammad. Það má sjá heimsmetshlaupið hennar hér fyrir neðan.History brought to you by @DalilahMuhammad 16-year-old world record in the 400m hurdles SHATTERED #ToyotaUSATFOutdoorspic.twitter.com/PRA84DEmhj — Team USA (@TeamUSA) July 29, 2019 Dalilah Muhammad er ríkjandi Ólympíumeistari í greininni frá því í Ríó 2016 en hún er orðin 29 ára gömul. Hún var að reyna að tryggja sér þátttökurétt á HM í . Muhammad hefur enn ekki unnið HM-gull en endaði í öðru sæti á bæði HM 2013 og HM 2017. Næsta heimsmeistaramóti fer fram í Doha í Katar frá 27. september til 6. október næstkomandi og þar er hún svo sannarlega sigurstrangleg. Árangur Muhammad er kannski enn merkilegri fyrir það að hún datt á dögunum og fékk léttvægan heilahristing. Hún æfði því mjög takmarkað fyrir mótið. Hún segir þó vitað að hún gæti hlaupið svona hratt því hún hefði náð því æfingum. Muhammad hljóp á 54,22 sekúndum í undanúrslitunum og stakk síðan alla af eftir 200 metra í úrslitahlaupinu.Dalilah Muhammad með heimsmetstímann á töflunni.Getty/Andy Lyons
Frjálsar íþróttir Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira